Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Síða 46

Ægir - 01.04.2009, Síða 46
S J Ó M E N N S K A N „Ég er búin að vera þerna á Herjólfi síðan 2005 og uni mér vel á sjónum. Ég hef búið í Vestmannaeyjum alla mína ævi og ég kann einfaldlega ekki annars staðar við mig en við sjávarsíðuna. Því lá beint við að fara að vinna á sjón- um,“ segir Ingibjörg Bryn- geirsdóttir í Vestmannaeyjum sem á dögunum útskrifaðist fyrst kvenna úr sýrimannadeild Framhaldskólans í Vest- mannaeyjum. Ingibjörg hefur öðlast rétt- indi til að vera 2. stýrimaður á skipum upp að 45 metrum að lengd. Námið hefur tekið tvö ár og hún hefur unnið samhliða á Herjólfi. „Mér var eiginlega ýtt út í þetta á sín- um tíma og ég hefði örugg- lega ekki farið í skólann nema vegna þess að þetta var í boði hér í Vetmannaeyjum. Þökk sé miklum liðlegheitum í skólanum og hjá vinnuveit- endum mínum á Herjólfi að ég hef getað unnið samhliða náminu þannig að þetta gekk vel upp,” segir Ingibjörg. Klapp á bakið og hvatning Aðspurð segir hún að fiski- skipin hafi ekki heillað hana sem starfsvettvangur líkt og farþega eða vöruflutninga- skipin gera. „Jú að sjálfsögðu stefni ég að því að færa mig upp í brú og fara að vinna við þetta. Þess vegna ætla ég að flytja til Reykjavíkur í haust og setjast í Stýrimannaskólann og öðlast þar full réttindi á næstu tveimur árum. Þetta er vettvangur sem við konurnar eigum að takast ótrauðar á við. Og því skyldum við ekki geta það. En þetta er mjög gamalt karlaveldi að fara inn í,” segir Ingibjörg og hlær. Hún viðurkennir að stöku sjómenn hafi sent henni glós- ur á léttum nótum. „En grín- laust þá fæ ég oftast klapp á bakið og hvatningu að halda áfram á þessari braut,” segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir þernan á Herjólfi sem stefnir í brúna! Ingibjörg Bryngeirsdóttir útskrifaðist fyrst kvenna úr stýrimannanámi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á dögunum: Þernan á Herjólfi stefnir upp í brú! Ingibjörg á útskriftardaginn með foreldrum sínum þeim Ástu M. Kristinsdóttur og Bryngeiri Sigfússyni. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. Hafnarfjarðarhöfn Hafnir Ísafjarðarbæjar Kópavogshöfn Seyðisfjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Faxaflóahafnir Reykjaneshöfn Tálknafjarðarhöfn Sandgerðishöfn Hafnarsjóður Fjarðabyggðar Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Gleðilega sjómannadagshátíð!

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.