Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 53

Ægir - 01.04.2009, Side 53
53 og í kjölfar sameiningar sveit- arfélaga á utanverðu Snæfells- nesi árið 1994 hefur Ásbjörn setið í bæjarstjórn Snæfells- bæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Frá árinu 1998 hefur hann verið oddviti sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu og forseti bæjarstjórnar þess. Hann hef- ur síðastliðin þrjátíu ár sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélögin á Snæfells- nesi og Vesturlandi auk ým- issa starfa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Á meðal þeirra má nefna setu í kjörnefnd sjálf- stæðismanna í Norðvestur- kjördæmi árið 2003 og for- mennsku í sömu nefnd árið 2007. Ásbjörn er kvæntur Mar- gréti G. Scheving, sem starfar við fyrirtæki þeirra hjóna, út- gerðarfyrirtækið Nesver ehf. ásamt kennslu í Sólarsporti í Ólafsvík. Synir þeirra eru þrír, Friðbjörn, Gylfi og Óttar. Talað í þingsölum niður til sjávarútvegsins Ásbjörn situr í samgöngu- nefnd og fjárlaganefnd og mun sem slíkur verða í þungamiðju þeirra átaka sem verða um ríkisfjármálin á næstunni. Hann segist líkt og aðrir hafa fylgst hingað til úr fjarlægð með því sem fram fer í þingsalnum og leynir því ekki að honum hafi oft fund- ist skorta á þekkingu í um- ræðuna. „Já, því miður finnst mér þekkinguna skorta hjá mörg- um þingmönnum þegar þeir ræða sjávarútveginn. Nú á fyrstu dögum þingsins tók ég þátt í umræðu um sjávarút- vegsmál og ég er mjög hugsi yfir því hvernig sumt fólk inni á þingi leyfir sér að tala niður til okkar sem störfum í grein- inni. Það að beita fyrir sig alls kyns fúkyrðum og uppnefn- um, kalla útgerðarmenn sífellt sægreifa, kvótabraskara, fjár- glæframenn og þar fram eftir götum á bara ekki við. Ég ber þá von í brjósti að fólk sjái að sér sem þannig hugsar og tal- ar. En hins vegar er enginn vafi á því að með hugmynd- unum um fyrningarleið sem nú er búið að setja fram hefur þrótturinn verið dreginn úr fólki í sjávarútveginum og greinum sem á honum byggj- ast. Það sé ég alls staðar í V I Ð T A L SKIPAÞJÓNUSTA EINARS JÓNSSONAR EHF Laufásvegi 2a • 101 Reykjavík • Gsm: 892 1565 • Sími: 552 3611 • Fax: 562 4299 Útgerðarmenn . . . ! Látið okkur sjá um reglulegt viðhald á skipum ykkar og bátum. Sérhæfum okkur í viðhaldi á vinnsludekkjum. Fiskvinnslustöðar . . . Háþrýstiþvottur og sandblástur. Alhliða viðgerðir á þökum og veggjum. Föst verðt i lboð --- Margra ára reynsla --- Le i t ið upplýs inga Málun og einangrun skipa Þingmaðurinn Ásbjörn Óttarsson. „Hafði ekki hvarflað að mér að skipta um starfs- vettvang og fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins.”

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.