Ægir - 01.04.2009, Side 45
45
N Á M
Hjá Endurmenntunarskólan-
um, sem er einn ellefu undir-
skóla Tækniskólans, skóla at-
vinnulífsins, hefur frá árinu
2004 verið boðið upp á nám í
útvegsrekstrarfræði í fjarnámi.
Námið er 90 ECTS einingar,
sniðið að þörfum sjávarútveg-
arins og tekur tvö ár. Útvegs-
rekstrarfræði hentar þeim sem
hafa starfsmenntun og reynslu
úr sjávarútvegi. Umsækjendur
þurfa að hafa lokið 3. stigi
vélstjórnar- eða skipstjórnar.
Námskröfur á háskólastigi
Námið er krefjandi og gerir
sömu námskröfur og eru
gerðar á háskólastigi en boð-
ið er upp á sveigjanleika í
skipulagningu og skilum á
verkefnum nemenda. Gert er
ráð fyrir að nemendur séu
tölvufærir og geti lesið náms-
efni á ensku. Námið er skipu-
lagt og unnið í samstarfi við
Háskólann í Reykjavík. Nem-
endur geta sótt um mat á
náminu inn í frekara nám við
HR. Nemendur sem hafa lok-
ið útvegsrekstrarfræði geta
haldið áfram námi í rekstrar-
fræði til 120 ECTS ein.
Anna Vilborg Einarsdóttir,
skólastjóri Endurmenntunar-
skólans, segir unnt að hefja
nám hvenær sem er; vor,
sumar og haust á fyrri önnum
námsins. Hver námsgrein er 6
ECTS einingar (3. ein.) og er
kennt í 6 vikna lotum, ein
námsgrein í senn. Námið er
dreifnám, þ.e. blanda af fjar-
námi og staðbundnum lotum.
Nemendur koma, að öllu
jöfnu, í skólann í tvær stað-
bundnar lotur, þrjá daga í
senn, fim.- lau. Fyrirlestrar í
staðbundnum lotum eru tekn-
ir upp og aðgengilegir fyrir
nemendur á Námsnetinu,
kennsluumhverfi Tækniskól-
ans.
Tilvalin leið fyrir fólk með
sjávarútvegsreynslu
„Við hugsum námið fyrir þá
sem t.d. hafa lokið starfsnámi
en hafa ekki að baki sér stúd-
entspróf og eiga þar af leið-
andi ekki greiða leið inn í há-
skólanám. Margir eru hins
vegar með sérhæft nám og
með útvegsrekstrarfræðinni
geta þeir í rauninni byggt of-
an á það nám og reynslu sína
og náð sér í prófgráðu á há-
skólastigi. Námið er í sam-
starfi við Háskólann í Reykja-
vík en ég veit að nemendur
okkar hafa líka fengið námið
metið inn í Háskólann á Ak-
ureyri og fleiri skóla þannig
að þetta nýtist fólki mjög vel,“
segir Anna.
Aðspurð segir hún að allir
þeir sem eru í náminu stundi
vinnu jafnframt náminu. Í
mörgum tilfellum er um sjó-
menn að ræða sem sumir
hverjir geta tengt sig náms-
kerfinu á netinu utan af sjó.
Aðrir eru með slakari netteng-
ingar um borð og sækja þá
hljóðskrár af námsvefnum í
skömmtum til að vinna með í
tölvum sínum úti á sjó. „Þetta
fyrirkomulag hentar því mjög
mörgum og er klárlega stökk-
pallur fyrir marga upp í frek-
ara nám, annað hvort í rekstr-
arfræði hér hjá okkur eða í
aðra skóla. Við erum að auka
kynningu okkar á náminu
þessa dagana því við teljum
af reynslunni að þetta nám sé
góður valkostur fyrir mjög
marga. Og við þær aðstæður
sem nú eru í þjóðfélaginu þá
hefur umræðan um mikilvægi
sjávarútvegsins aukist og þá
er kjörið fyrir það fólk sem
byggir á reynslu og sérnámi í
sjávarútvegi að styrkja stöðu
sína á atvinnumarkaðnum
með víðtækari þekkingu,“
segir Anna Vilborg Einarsdótt-
ir, skólastjóri Endurmenntun-
arskólans.
Endurmenntunarskólinn:
Útvegsrekstrarfræði áhugaverður valkost-
ur fyrir fólk með reynslu í sjávarútvegi
Endurmenntunarskólinn býður fólki með reynslu úr sjávarútvegi upp á útvegs-
rekstrarfræðinám.
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga
• Ísnet Húsavík - Uggahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is
Rapp netaspil
og netaniðurleggjari