Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 45

Ægir - 01.04.2009, Qupperneq 45
45 N Á M Hjá Endurmenntunarskólan- um, sem er einn ellefu undir- skóla Tækniskólans, skóla at- vinnulífsins, hefur frá árinu 2004 verið boðið upp á nám í útvegsrekstrarfræði í fjarnámi. Námið er 90 ECTS einingar, sniðið að þörfum sjávarútveg- arins og tekur tvö ár. Útvegs- rekstrarfræði hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi. Umsækjendur þurfa að hafa lokið 3. stigi vélstjórnar- eða skipstjórnar. Námskröfur á háskólastigi Námið er krefjandi og gerir sömu námskröfur og eru gerðar á háskólastigi en boð- ið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur séu tölvufærir og geti lesið náms- efni á ensku. Námið er skipu- lagt og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Nem- endur geta sótt um mat á náminu inn í frekara nám við HR. Nemendur sem hafa lok- ið útvegsrekstrarfræði geta haldið áfram námi í rekstrar- fræði til 120 ECTS ein. Anna Vilborg Einarsdóttir, skólastjóri Endurmenntunar- skólans, segir unnt að hefja nám hvenær sem er; vor, sumar og haust á fyrri önnum námsins. Hver námsgrein er 6 ECTS einingar (3. ein.) og er kennt í 6 vikna lotum, ein námsgrein í senn. Námið er dreifnám, þ.e. blanda af fjar- námi og staðbundnum lotum. Nemendur koma, að öllu jöfnu, í skólann í tvær stað- bundnar lotur, þrjá daga í senn, fim.- lau. Fyrirlestrar í staðbundnum lotum eru tekn- ir upp og aðgengilegir fyrir nemendur á Námsnetinu, kennsluumhverfi Tækniskól- ans. Tilvalin leið fyrir fólk með sjávarútvegsreynslu „Við hugsum námið fyrir þá sem t.d. hafa lokið starfsnámi en hafa ekki að baki sér stúd- entspróf og eiga þar af leið- andi ekki greiða leið inn í há- skólanám. Margir eru hins vegar með sérhæft nám og með útvegsrekstrarfræðinni geta þeir í rauninni byggt of- an á það nám og reynslu sína og náð sér í prófgráðu á há- skólastigi. Námið er í sam- starfi við Háskólann í Reykja- vík en ég veit að nemendur okkar hafa líka fengið námið metið inn í Háskólann á Ak- ureyri og fleiri skóla þannig að þetta nýtist fólki mjög vel,“ segir Anna. Aðspurð segir hún að allir þeir sem eru í náminu stundi vinnu jafnframt náminu. Í mörgum tilfellum er um sjó- menn að ræða sem sumir hverjir geta tengt sig náms- kerfinu á netinu utan af sjó. Aðrir eru með slakari netteng- ingar um borð og sækja þá hljóðskrár af námsvefnum í skömmtum til að vinna með í tölvum sínum úti á sjó. „Þetta fyrirkomulag hentar því mjög mörgum og er klárlega stökk- pallur fyrir marga upp í frek- ara nám, annað hvort í rekstr- arfræði hér hjá okkur eða í aðra skóla. Við erum að auka kynningu okkar á náminu þessa dagana því við teljum af reynslunni að þetta nám sé góður valkostur fyrir mjög marga. Og við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu þá hefur umræðan um mikilvægi sjávarútvegsins aukist og þá er kjörið fyrir það fólk sem byggir á reynslu og sérnámi í sjávarútvegi að styrkja stöðu sína á atvinnumarkaðnum með víðtækari þekkingu,“ segir Anna Vilborg Einarsdótt- ir, skólastjóri Endurmenntun- arskólans. Endurmenntunarskólinn: Útvegsrekstrarfræði áhugaverður valkost- ur fyrir fólk með reynslu í sjávarútvegi Endurmenntunarskólinn býður fólki með reynslu úr sjávarútvegi upp á útvegs- rekstrarfræðinám. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Starfstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • Ísnet Húsavík - Uggahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 www.isfell.is Rapp netaspil og netaniðurleggjari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.