Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 10
10 U M Æ Ð A N „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðar- innar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta at- vinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Þannig hljóðar fyrsta grein laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða með öllum þeim breytingum sem á þeim lög- um hafa orðið frá þeim tíma. Þessa grein þekkja flestir þeir sem starfa í sjávarútvegi enda finnst mér líklegt að þetta sé sú lagagrein sem hvað oftast hefur verið vitnað til í ís- lensku lagasafni hin síðari ár. Fyrsta grein laganna segir okkur allt um tilgang þeirra og hvernig þeim er ætlað að vinna en um leið vitnar hún einnig um að okkur virðist að einhverju leiti hafa mistek- ist hvað það varðar. Mark- miðin eru skýr, tilgangur lag- anna var að: 1. stuðla að verndun nytja- stofna á Íslandsmiðum, 2. hagkvæmri nýtingu þeirra 3. tryggja trausta atvinnu 4. tryggja byggð í landinu Þetta hefur mistekist Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafa ekki náðst. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunarinnar sýna að marg- ir af helstu nytjastofnum sjáv- ar standa höllum fæti. Skulda- söfnun sjávarútvegsfyrirtækja bendir til þess að markmið laganna um hagkvæma nýt- ingu sjávarauðlinda við strendur landsins hafi ekki nást. Þvert á markmið lag- anna hefur störfum í sjávarút- vegi fækkað og þau sjaldan verið ótryggari auk þess sem tæpast er hægt að halda því fram að tekist hafi að ná því markmiði að tryggja trausta byggð í landinu. Þvert á móti hefur jafnt og þétt dregið úr mætti sjávarbyggðanna um land allt með tilheyrandi byggðaröskun og fólksflótta. Kannski voru þessi mark- mið óraunhæf í upphafi en þarna eru þau samt sem áður og hafa ekki tekið neinum breytingum frá setningu lag- anna þrátt fyrir margvíslegar breytingar á þeim að öðru leiti í gegnum árin. Þvert á alla pólitík Það sem segir hér að framan er viðtekin skoðun í samfé- laginu öllu. Skoðanakannanir benda stöðugt til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar sé mjög andsnúinn því sem daglega er kallað kvótakerfið. Það er mitt mat að andstaða skýrist af tvennu; annarsvegar eignarhaldinu og hinsvegar framsali veiðiheimilda. Flestir eru sammála því að takmarka verði aðgang að auðlindum sjávar sem eru ekki ótæm- andi. Um þetta er í sjálfu sér ekki deilt. En andstaðan við kerfið er víðar en hjá hinum venjulega Íslendingi ef svo má að orði komast. Hún nær inn í innsta hring stjórnmálanna í flestum flokkum, jafnt þeim sem setið hafa í ríkisstjórn sem hinna sem verið hafa utan stjórnar. Það er kannski helst Fram- sóknarflokkurinn sem hefur staðið heill í afstöðu sinni til þess sem við köllum kvóta- kerfið á meðan aðrir flokkar hafa ýmist viljað gera breyt- ingar á því eða verið ósam- stíga í afstöðu sinni. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur t.d. verið klofinn í afstöðu sinni til þessa máls og deilur um stjórn fiskveiða hafa sett mark sitt á landsfundi flokksins og málflutning í gegnum árin eins og dæmin sanna. Í þjóðhátíðarræðu árið 2007 sagði Sturla Böðvarsson þáverandi þingmaður NV- kjördæmis og forseti Alþingis að kvótakerfið hafi mistekist. Orðrétt sagði Sturla í ræðu sinni: „Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistek- ist. Sú staða kallar á allsherj- ar uppstokkun á fiskveiði- stjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsókn- arstofnunar. Staðan í sjávar- Deilunni um stjórn fisk- veiða verður að linna Björn Valur Gíslason, alþingismaður og skipstjóri. „Í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Vinstri grænna er kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð. Sú endurskoðun mun snúa að því að reyna að leggja mat á það hvort við höfum nálgast þau mark- mið sem sett eru í núgild- andi lögum ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.