Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 55

Ægir - 01.04.2009, Side 55
55 N Ý T T F I S K I S K I P Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði tók í lok apríl við nýju fiskiskipi, Skinney SF-20, sem smíðað var í Ching Fu skipasmíðastöðinni í Kouh- siung á Taiwan. Um er að ræða annað tveggja nákvæm- lega hliðstæðra fiskiskipa en sem smíðuð voru fyrir fyrirtæk- ið hjá stöðinni í Taiwan en síðara skipið, Þórir SF, er á heimleið og er áætlað að verði í heimahöfn í júlímánuði. Skinney SF-20 er fjölnota skip, hannað til veiða með þremur tegundum veiðarfæra, þ.e. botntrolli, snurvoð og netum. Útfærslan fyrir togveið- ar er þannig að skipið getur dregið tvö troll við humar- veiðar. Það sem markar skip- inu sérstöðu er að allur spil- búnaður er rafknúinn og líkast til er þetta eitt fyrsta fiskiskip í heimi sem búið er rafmagns- vindum fyrir snurvoð. Hagkvæmt fiskiskip Hönnun skipsins var í hönd- um Skipasýnar ehf. og segir Sævar Birgisson hjá Skipasýn að um margt sé Skinney klæðskerasaumuð að þörfum og útgerðarháttum Skinneyjar Þinganess. Hann segist sann- færður um að fyrirtækið hafi gert rétt í að leggja áherslu á fjölnota möguleika skipsins og ekki hvað síst skipti miklu Nýtt fiskiskip: Skinney SF-20 komin á miðin - annað tveggja nýrra skipa Skinneyjar Þinganess sem smíðuð voru í Taiwan Skinney SF-20 leggur úr höfn á Taiwan í langa siglingu til Íslands. Ljósmynd: Skipasýn

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.