Ægir - 01.04.2009, Page 55
55
N Ý T T F I S K I S K I P
Skinney Þinganes á Höfn í
Hornafirði tók í lok apríl við
nýju fiskiskipi, Skinney SF-20,
sem smíðað var í Ching Fu
skipasmíðastöðinni í Kouh-
siung á Taiwan. Um er að
ræða annað tveggja nákvæm-
lega hliðstæðra fiskiskipa en
sem smíðuð voru fyrir fyrirtæk-
ið hjá stöðinni í Taiwan en
síðara skipið, Þórir SF, er á
heimleið og er áætlað að verði
í heimahöfn í júlímánuði.
Skinney SF-20 er fjölnota
skip, hannað til veiða með
þremur tegundum veiðarfæra,
þ.e. botntrolli, snurvoð og
netum. Útfærslan fyrir togveið-
ar er þannig að skipið getur
dregið tvö troll við humar-
veiðar. Það sem markar skip-
inu sérstöðu er að allur spil-
búnaður er rafknúinn og líkast
til er þetta eitt fyrsta fiskiskip í
heimi sem búið er rafmagns-
vindum fyrir snurvoð.
Hagkvæmt fiskiskip
Hönnun skipsins var í hönd-
um Skipasýnar ehf. og segir
Sævar Birgisson hjá Skipasýn
að um margt sé Skinney
klæðskerasaumuð að þörfum
og útgerðarháttum Skinneyjar
Þinganess. Hann segist sann-
færður um að fyrirtækið hafi
gert rétt í að leggja áherslu á
fjölnota möguleika skipsins
og ekki hvað síst skipti miklu
Nýtt fiskiskip:
Skinney SF-20 komin á miðin
- annað tveggja nýrra skipa Skinneyjar Þinganess sem smíðuð voru í Taiwan
Skinney SF-20 leggur úr höfn á Taiwan í langa siglingu til Íslands. Ljósmynd: Skipasýn