Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 27

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 27
27 V I Ð T A L lýsingaflóðinu sem Binni hef- ur veitt í einn farveg í fartölv- unni sinni. Hann er útvegs- bóndinn sem gerðist þjóð- hagsstofnun. Glærufrumsýning á kontór Steingríms J. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri - Binni í Vinnslustöðinni - hefur um árabil tekið þátt í opinberri umræðu um sjávarútvegsmál í blaðagreinum, fjölmiðlaviðtöl- um og síðast en ekki síst sem einn höfunda bókarinnar Þjóðareignar, sem út kom árið 2007. Þar fjalla hann og fleiri um þýðingu og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjáv- ar. Þessi bók á því heldur betur erindi í umræðuna nú og ætti að vera skyldulesning allra sem vilja kafa ögn dýpra í málið en gengur og gerist. Fyrir páskana fór Binni að setja upplýsingar um stöðu sjávarútvegsins og áhrif fyrn- ingarleiðar upp sem glæru- sýningu og frumsýndi glær- urnar í viðtalstíma hjá Stein- grími J. Sigfússyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, skömmu fyrir kosningar. Binni fékk hálftíma áheyrn og notaði all- an tímann til að upplýsa og útskýra, kvaddi svo og fór án umtalsverðra skoðanaskipta við ráðherrann í það skiptið. „Aðalatriðið var að sýna sjáv- arútvegsráðherranum hvernig landið liggur og ná eyrum hans, sýna honum staðreynd- irnar og svo getum við rök- rætt síðar við betra tækifæri, ef ráðherrann kærir sig um. Steingrímur J. er skynsamur og ég hefi ekki nokkra trú á að honum detti í hug að hefja styrjöld við sjávarútveginn út af fyrningunni!“ segir Binni. Framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarnnar lét reyndar ekki duga að „messa“ yfir ráðherra sjávarútvegsmála heldur bauð hann til sín frambjóðendum sem leið áttu til Eyja í kosn- ingabaráttunni og flutti tölu yfir þeim í fundarsal VSV. Hann hitti líka þingmenn í Reykjavík fyrir og eftir kosn- ingar og sérfræðingar fyrir- tækjasviða banka óskuðu eftir fundum og fengu. Þá tók hann snúning á málinu með fulltrúum Starfsgreinasam- bandsins. Svo hefur kappinn komið fram í fjölda umræðu- þátta ljósvakamiðla undan- farnar vikur og átt fundi með blaða- og fréttamönnum til að útskýra gögn sín. Engum blöðum er um það að fletta að innlegg hans hefur haft mikil áhrif í opinberri um- ræðu. Þannig má vel greina enduróm af málflutningi Binna gegn fyrningarleiðinni í ályktunum sveitarstjórna og hagsmunasamtaka hringinn í kringum landið undanfarnar vikur. Gripið til búfjárfræðinnar Óhemju mikið framboð er af kjaftöskum og alls kyns létt- vægum álitsgjöfum á fjöl- miðlamarkaði og víðar en of lítið framboð af mönnum á borð við Binna í opinberri umræðu. Honum dugar nefni- lega ekki að hafa skoðanir og slá þeim fram heldur leggur hann óhemju vinnu í að reisa áliti sínu traustar undirstöður, færa með öðrum orðum rök fyrir máli sínu. Hann aflar upplýsinga, reiknar út, spyr, og spyr svo aftur og aftur, ef svo ber undir, þar til komið er að kjarna máls. Ef vafi leik- ur á hvernig túlka beri gögn- in, eða upplýsingarnar eru of brotakenndar til að hægt sé að draga af þeim skýrar álykt- anir, setur hann sjálfur fyrir- vara og bendir á veikleika. Binni er ekki bara innvígður sjávarútvegsmaður með ís- lensk og bresk háskólapróf í hagfræði og fjárfestingum upp á vasann, heldur einnig Sigurgeir B. Kristgeirsson blaðar í gögnum. Samantekt hans á ársreikningum fyrirtækja í sjávarútvegi leiðir fróðlegar upplýs- ingar í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.