Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 58

Ægir - 01.04.2009, Side 58
58 N Ý T T F I S K I S K I P Stapahraun 6 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 7918 - GSM 899 7918 - kaelingehf@simnet.is Kæling og Jarteikn óska útgerð og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Skinney SF. Krapavélin er íslensk framleiðsla frá Kælingu með krapastrokkum frá Jarteiknum. Íslensk hönnun og framleiðsla. „Skipið hefur komið mjög vel út fyrstu túrana og ekkert óvænt komið uppá. Þetta er allt að slípast saman, áhöfnin og skipið,“ segir Margeir Guð- mundsson, skipstjóri á Skinn- ey SF-20. Frá því Skinney kom til Hornafjarðar í lok apríl hefur skipið verið á humarveiðum og togar með tveimur trollum. Margeir segir að veiðin fari hægar af stað en síðustu ár og spurningin sé sú hvort kraftur eigi eftir að koma í veiðina þegar á vertíðina líð- ur. „Sjálfur er ég á minni fyrstu humarvertíð sem skip- stjóri en þetta er rólegra núna en síðustu ár. Hins vegar er humarveiðin mun betri en fyrir nokkrum árum þegar mikil lágdeyða kom í þessa útgerð,“ segir Margeir. Munar um rafmagnsspilin Skinney hefur þá sérstöðu að allar vindur um borð eru raf- drifnar. Slöngu- og glussakerfi liggur því ekki um skipið, líkt og tíðkast í skipum með vökvavindum. Aukin heldur er munur á hávaðanum um borð. „Já, fyrir vikið er ekki keyrð vökvadæla með tilheyr- andi stöðugum hávaða þannig að þetta er allt miklu hljóðlátara fyrir áhöfnina. Vindurnar nota heldur ekki orku nema á þurfi að halda, líkt og nú þegar við erum að draga tvö troll og vindurnar fara bara í gang til að hífa og slaka. Allt sparar þetta elds- neyti,“ segir Margeir. Tíu í áhöfn Eins og áður segir hefur Skinney verið á humarveiðum en Margeir segir að í sumar verði farið á snurvoð ef þannig hagi til fyrir vinnsluna. „Það ræðst aðalleg af hráefn- isstöðu vinnslunnar í landi hverju sinni í hvað við förum en ég reikna með að við för- um eitthvað á snurvoðina,“ segir hann. Tíu menn eru í áhöfn Skinneyjar en rými eru fyrir 11 í áhöfn. Stýrimaður er Þor- varður Helgason og vélstjóri Erik Gjöveraa. Margeir Guðmundsson, skipstjóri á Skinney: Skipið kemur vel út Margeir Guðmundsson, skipstjóri, í brúnni. Ljósmynd: Sverrir Aðalsteinsson Lj ós m yn d: S ve rr ir A ða ls te in ss on

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.