Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 58

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 58
58 N Ý T T F I S K I S K I P Stapahraun 6 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 7918 - GSM 899 7918 - kaelingehf@simnet.is Kæling og Jarteikn óska útgerð og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Skinney SF. Krapavélin er íslensk framleiðsla frá Kælingu með krapastrokkum frá Jarteiknum. Íslensk hönnun og framleiðsla. „Skipið hefur komið mjög vel út fyrstu túrana og ekkert óvænt komið uppá. Þetta er allt að slípast saman, áhöfnin og skipið,“ segir Margeir Guð- mundsson, skipstjóri á Skinn- ey SF-20. Frá því Skinney kom til Hornafjarðar í lok apríl hefur skipið verið á humarveiðum og togar með tveimur trollum. Margeir segir að veiðin fari hægar af stað en síðustu ár og spurningin sé sú hvort kraftur eigi eftir að koma í veiðina þegar á vertíðina líð- ur. „Sjálfur er ég á minni fyrstu humarvertíð sem skip- stjóri en þetta er rólegra núna en síðustu ár. Hins vegar er humarveiðin mun betri en fyrir nokkrum árum þegar mikil lágdeyða kom í þessa útgerð,“ segir Margeir. Munar um rafmagnsspilin Skinney hefur þá sérstöðu að allar vindur um borð eru raf- drifnar. Slöngu- og glussakerfi liggur því ekki um skipið, líkt og tíðkast í skipum með vökvavindum. Aukin heldur er munur á hávaðanum um borð. „Já, fyrir vikið er ekki keyrð vökvadæla með tilheyr- andi stöðugum hávaða þannig að þetta er allt miklu hljóðlátara fyrir áhöfnina. Vindurnar nota heldur ekki orku nema á þurfi að halda, líkt og nú þegar við erum að draga tvö troll og vindurnar fara bara í gang til að hífa og slaka. Allt sparar þetta elds- neyti,“ segir Margeir. Tíu í áhöfn Eins og áður segir hefur Skinney verið á humarveiðum en Margeir segir að í sumar verði farið á snurvoð ef þannig hagi til fyrir vinnsluna. „Það ræðst aðalleg af hráefn- isstöðu vinnslunnar í landi hverju sinni í hvað við förum en ég reikna með að við för- um eitthvað á snurvoðina,“ segir hann. Tíu menn eru í áhöfn Skinneyjar en rými eru fyrir 11 í áhöfn. Stýrimaður er Þor- varður Helgason og vélstjóri Erik Gjöveraa. Margeir Guðmundsson, skipstjóri á Skinney: Skipið kemur vel út Margeir Guðmundsson, skipstjóri, í brúnni. Ljósmynd: Sverrir Aðalsteinsson Lj ós m yn d: S ve rr ir A ða ls te in ss on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.