Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 13
F R É T T I R 13 F R É T I R Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, tók við völdum 10. maí sl. Ráð- herra sjávarútvegs- og land- búnaðarmála er Jón Bjarnason sem kemur úr röðum VG. Jón er 65 ára að aldri og er búfræðikandídat að mennt. Fæddur í Asparvík á Strönd- um en uppalinn í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Jón var skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal frá 1981 til 1999, eða allt þar til hann var kjör- inn á þing. Sem alþingismað- ur hefur Jón mjög látið mál- efni hinnar dreifðu byggða til sín taka, meðal annars með setu í fjárveitinga-, samgöngu- og sjávarútvegsnefndum Al- þingis. Í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir að fisk- veiðar umhverfis landið skuli vera hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafn- framt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er. Þá segir að með sérstöku ákvæði í stjórn- arskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis land- ið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda sé tíma- bundinn afnotaréttur og myndi ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt. Stuðla að vernd Ríkisstjórnin hyggst endur- skoða lög um stjórn fiskveiða og hefur þar fjölmörg atriði að leiðarljósi. Þau eru m.a. að stuðla að vernd fiskistofna og hagkvæmri nýtingu auð- linda sjávar, treysta atvinnu, efla byggð í landinu, skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auð- linda sjávar. Ennfremur að leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimildaq á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka. Þar er um að ræða svonefnda fyrningarleið. Segir að sú endurskoðun verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og end- urráðstöfun taki gildi í upp- hafi fiskveiðiárs 1. september 2010. Skipaður verði starfs- hópur er vinni að endurskoð- uninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræð- inga. Félagslegur kostnaður „Það liggur fyrir að engin sátt er hjá þjóðinni um núverandi fiskveiðistjórnarstefnu. Lítum á fjögur markmið sem fisk- veiðistjórnarkerfinu voru m.a. sett. Þau eru: Að skapa at- vinnu, stuðla að hagkvæmum veiðum, efla byggðir og efla fiskstofna,“ sagði Jón Bjarna- son í ræðu á Alþingi á dög- unum. „Jafnframt þekkjum við öll þann óheyrilega félagslega kostnað sem núverandi fisk- veiðistjórnarkerfi hefur skap- að. Kvótinn hefur verið seldur burt, eignir fólks í mörgum byggðarlögum hafa fallið stórlega í verði og atvinnuör- yggi íbúanna er lítið. Það er ef til vill meginástæðan fyrir því að ekki er sátt um fisk- veiðistjórnarkerfið eins og það er í dag en kveðið er á um í stefnuyfirlýsingunni að ráðast eigi í endurskoðun á því.“ Jón Bjarnason, nýr sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur: Engin sátt um núverandi fiskveiðistjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.