Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2009, Page 20

Ægir - 01.04.2009, Page 20
20 „Sjómennskan togaði aftur í mig,“ segir Magnús Hilmars- son stýrimaður á Grundar- fjarðartogaranum Hring SH. Og það er kannski ekki að undra að Magnús hafi viljað aftur til sjós. Hann byrjaði sextán ára á bátum í Þorláks- höfn og var seinna á togaran- um Freyju sem Gunnar Haf- steinsson gerði út frá Reykja- vík. Þegar því sleppti hafði Magnús verið liðlega þrjátíu ár til sjós og kom í land. En sjómennskan er hálft líf Magnúsar. Í landi var hann útkeyrslumaður hjá heild- verslun Ásbjörns Ólafssonar sem líklega er best þekkt fyrir að flytja inn súkkulaðikexið Prins póló. Til lengdar fannst Magnúsi starfið ekki heillandi og hefur verið í skipsplássi í Grundarfirði sl. tvö og hálft ár. Á grunnslóðinni Við hittum á Magnús við Grundarfjarðarhöfn þegar áhöfnin á Hring var að gera sjóklárt fyrir veiðiferð. Strák- arnir voru að draga trollið um borð og ganga frá vírum. Það gafst því ekki mikill tími í spjall og því var rabbað við Magnús þegar hann kom aft- ur í land. „Þessi túr gekk ljómandi vel. Uppleggið er að hver túr sé aldrei lengri en sex dagar og nú vorum við bara tvo sólarhringa. Við höldum okk- ur mikið hér á Breiðafirðinum og svo á grunnslóð við Vest- firði, þar sem við vorum ein- mitt nú og fiskuðum vel. Komum í land með 210 kör eða líklega um 60 tonna afla. Í einu hali náðum við til dæmis 16 tonnum af ýsu sem var alveg frábært. Þessi túr var satt að segja ansi góður, dálítið stíf törn en skemmti- leg. En þannig er sjómennsk- an líka,“ segir Magnús. Hann bætir við að á Hringnum sé sérstök áhersla lögð á að veiða ýsu og karfa enda séu þær tegundir uppistaðan í landsvinnslu Guðmundar Runólfssonar. Þorskur og annar meðafli fer hins vegar á markað, alla jafna. Á blómatímanum Magnús byrjaði til sjós árið 1974. Hann var mörg fyrstu árin í Þorlákshöfn á togurun- um Þorláki og Jóni Vídalín sem Meitillinn gerði út. Var einnig á netabátnum Klængi, sem einnig var gerður út af Meitlinum en allir bátar og skip fyrirtækisins voru nefnd eftir Skálholtsbiskupum. Lengst var Magnús í áhöfn Guðmundar Kjalars Jónssonar skipstjóra. „Á þessum árum vorum við mikið á spærlingsveiðum hér við suðurströndina, frá vori og fram undir áramót. Á vetrarvertíðinni vorum við hins vegar í þorski og ýsu á þessari hefðbundnu fiskislóð Þorlákshafnarflotans, til dæm- is á Selvogsbankanum, við Þykkvabæ og austur við Vest- mannaeyjar, meðal annars suður við Surtsey. Ef til vill má segja að þessi ár hafi ver- ið blómatími útgerðar í Þor- lákshöfn. Aflabrögð voru ein- staklega góð og landburður af fiski, stundum svo að menn voru í vanda staddir með að vinna úr öllu því hrá- efni sem barst á land. Algengt var að á bátunum væri verið að fiska þetta 500 til 1.000 tonn á vertíðinni,“ segir Magnús. Mórallinn er léttur Hringur SH er 480 tonna þil- skip, smíðað í Skotlandi árið 1997. Er tæpir 28 metrar á lengd og rúmir níu metrar á breidd. „Þetta er skip sem fer afskaplega vel með mann- skapinn. Skip með þessu lagi hafa oft verið veltikollar en þetta skip er hins vegar nokkru lengra og byggt hærra upp sem aftur tryggir stöðug- leikann. Áhöfnin er afskap- lega ánægð á þessu skipi,“ segir Magnús sem býr í Reykjavík en sækir vinnu sína fyrir vestan. Segir slíkt ekkert tiltökumál, úr bænum vestur í Grundarfjörð sé ekki nema tveggja og hálfrar stundar akstur hvora leið og slíkt sé Aftur á sjóinn eftir eitt ár í útkeyrslu á Prins Pólói: Stífar tarnir en skemmtilegar - segir Magnús Hilmarsson stýrimaður á Hring SH S J Ó M E N N S K A N Strákarnir á Hringnum á bryggjunni. Frá vinstri talið: Kjartan Kjartansson háseti, Lýður Jóhannesson vélavörður, Adam Branski háseti og Magnús Hilmarsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.