Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 8
8 L I S T A H Á T Í Ð 2 0 0 9 Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í sumar að myndlist- arsýningu í fjórum vitum hringinn í kringum landið, ein- um í hverjum landsfjórðungi. Listamönnum hefur verið boð- ið að setja upp verk sín í vit- unum, sem verða opnir ferða- löngum fram yfir verslunar- mannahelgi. Sýningarnar í vitunum eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Siglingastofnunar, Menningaráðs Vestfjarða, Menningarráðs Suðunesja, Menningarráðs Eyþings, Menningarráðs Austurlands, Lúðrasveitarinnar Svans og Vegagerðarinnar. Menningarferðalag milli vita Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru af sömu kyn- slóð og eiga það sammerkt, þrátt fyrir að vera mjög ólík innbyrðis, að kallast markvisst á við sitt nánasta umhverfi, samfélagið og áhorfendur og fara óhefðbundnar leiðir í að miðla sinni list. Heiti sýning- arinnar er sótt í ljóð Davíðs Stefánssonar, ort í tilefni Al- þingishátíðar árið 1930, þar sem vitum er lýst sem leiðar- ljósum sjófarenda. Nú verður dæminu snúið við, enda síður þörf á að senda ljósmerki á haf út í bjartri sumarnóttinni. Vitunum er ætlað að beina annars konar leiftri inn til lands og „lýsa hverjum landa“ eftir harðan vetur upplausnar og óvissu. Fólk er hvatt til að ferðast á milli vita í sumar, taka þátt í sérstökum menn- ingarviðburði, heimsækja þessi forvitnilegu mannvirki og njóta einstakrar náttúru- fegurðar. Aukinheldur teygir sýningin anga sína í hina ýmsu miðla og munu berast leiftur frá hverjum vita hér og hvar í allt sumar, þar sem listamennirnir verða í sér- stöku samstarfi við útvarp, sjónvarp, dagblöð og vef- miðla. Eftirtaldir listamenn sýna í vitunum í sumar: Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir myndabanda- og gjörn- ingalist í Kópaskersvita við Öxarfjörð. Curver Thoroddsen sýnir í Bjargtangavita á Vestfjörðum. Hans sérgrein eru raunveru- leikagjörningar og mun hann bjóða gestum vestustu pizzur í Evrópu! Gjörningaklúbburinn, sem staði hefur að fjölbreyttum gjörningum og sýningum, sýnir í Garðskagavita á Suður- nesjum. Gestir geta búist við að sjá hér gjörning með ævin- týralegum blæ. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn sýnir í Dalatangavita á Austfjörðum en hann skoðar þær hefðir og venjur sem mótast hafa í skrásetningu fólks á umhverfi sínu. Unnar Örn notar innviði stofnana og safna í verk sem draga dám af uppröðun og flokkun raunveruleikans. Sýningar í vitunum standa til 3. ágúst og verða opnar fimmtudaga til sunnudaga kl. 13.00-18.00 Fjórir vitar fá nýtt hlutverk: Vitar verða listhús í sumar! Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar í Garðskagavita á dögunum. Eins og sjá má er þetta umhverfi óvenjulegt og skemmtilegt fyrir nútímalist og laðaði að mikinn fjölda gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.