Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 47

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 47
47 Þ O R S K E L D I S R A N N S Ó K N I R Matís hefur stundað rann- sóknir á þorskeldi og þáttum þar að lútandi í samvinnu við eldis- og fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Þar á meðal er verkefnið „Vinnsla og gæða- stýring á eldisþorski“ sem unnið var í samstarfi Hrað- frystihússins Gunnvarar og Matís og styrkt af AVS sjóðn- um. Verkefninu er nú lokið en í því var leitað leiða til að þróa hefðbundnar aðferðir við framleiðslu ferskra, frystra og léttsaltaðra afurða til að þær nýtist fyrir eldisfisk. Mark- miðið var að afurðir úr eldis- þorski gæfu verðmætar og fjölbreyttar afurðir sem upp- fylltu gæðakröfur markaðar- ins. Að rannsókninni unnu starfsmenn Matís og HG, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson og Sigur- jón Arason, Kolbrún Sveins- dóttir, Valur Norðri Gunn- laugsson og Kristín Anna Þór- arinsdóttir. Losmeiri fiskur Eldi á villtum þorski á sér rætur til ársins 1992 hér á landi en hefur aukist jafnt og þétt allra síðustu ár. Talsverð- ur munur er á eldisþorski og villtum þorski til vinnslu. Mun meira los er í fiskholdi eldis- fisksins og hlutfall innyfla mun meira, fyrst og fremst vegna stærðar lifrar í eldis- fiskinum. Rannsóknir hafa sýnt að hafa megi áhrif á vinnslueiginleika fisksins með fóðri og fóðrunartækni. „Hátt hlutfall af glykogeni í holdi eldisþorsks veldur því að mikil lækkun á sér stað á sýrustigi eftir slátrun vegna framleiðslu á mjólkursýru. Los verður meira, vatnsheldni vöðvans skerðist og drip eykst. Hægt er að draga úr áhrifum dauðastirðnunar á los með fóðrunartækni, kælingu og slátrunartækni. Við svelti dregur úr orkuforða (glýkóg- en) í vöðvanum og lækkun á sýrustigi vegna mjólkursýru- myndunar eftir dauða verður minni. Einnig benda rann- sóknir til að draga megi úr losi með því að vinna fiskinn fyrir dauðastirðnun. Ókostur þess er þó sá að drip eykst vegna kröftugri samdráttar í vöðvanum eftir flökun þegar fiskurinn er unninn fyrir dauðastirðnun.“ SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Gufudælur Afkastamiklir vinnuþjarkar HDS 13/24 PE Cage ■ Þrýstingur: 60-240 bör ■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst HDS 895 S ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst Rannsóknarverkefni Matís og HG um vinnslu og gæðastýringu á eldisþorski: Eldisþorskurinn í sumum tilfell- um með forskot á villta fiskinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.