Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 6
164 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR flet hornstrendínga eru enn órokin finst mér hvert tángur og tötur merkilegt sem ég heyri um þessa bygð, því ég veit að sérhver minníng héðan er síðasta minníng. Bækur Jóhanns Hjaltasonar, Frá Djúpi og Ströndum (þetta hefur mér leingi fund- ist eitt fegurst bókarheiti á íslensku) og Norðurísafjarðarsýsla (Árhók Ferðafé- lagsins 1949), svo og Hornstrendíngahók Þorleifs Bjarnasonar, eru góðar það sem þær ná; en hér þarf að segja sögu hvers býlis, hvers örnefnis, alt sem vitað er um vinnubrögð, venjur og hætti, öll atvik og atburði sem eru sérstök fyrir þessa eyddu bygð, innansveitartrú og átthagaminníngar sem hér geingu, alt sem lýtur að per- sónusögu, þó ekki sé nema nafn, tilsvar, vísa, aðeins ef í því felst svipleiftur manns. Þó við ferðalángar stöldruðum ekki nema skamt og ættum of fá og slitrótt sam- töl við hið ljúfa og gestrisna fólk sem enn þraukar í þessum stöðum, nægði sú stutta viðkynníng til að bregða upp fyrir okkur ógleymanlegum myndum af stór- brotnu lífi manna í berhöggi við náttúruöflin. Eg ræði eigi hvert gaman mér var að því að vitja slóða Fóstbræðrasögu í Hrafnsfirði og á Almenníngum eystri. Þó aldrei hefði neitt komið fyrir í þessum stöðum þá eru þeir svo stórfeingilegir að þjóðskáldskapurinn hlaut að gera þá að sögustað. í fyrstu varð ég dálítið hissa þegar ég sá kuml það er Sigurfljóð húsfreya á sér að Hrafnsfjarðareyri, Fljóðu- hól eða Fljóðuhaug; eftir haugnum hefði konan getað verið einir fimtíu metrar á leingd; í Skipeyrardal uppá fjallinu standa gríðarleg steintök sem konan hefur lyft þar uppá bergsyllur, Fljóðutök. Þegar ég virti fyrir mér Gýgjarsporshamar fyrir botni fjarðarins skýrðist mér hvernig Fóstbræðra hlýtur að hneigjast til tröllasögu á þessum slóðum. Mikið þótti mér indælt að frétta að náttúrusteinamóð- irin skuli koma uppúr Þreingslavatni (leiðin til Barðsvíknr) á jónsmessunótt og hrista sig svo detta af henni gimsteinar. Á þessum slóðum hittir maður enn leifar þeirra manna á Islandi sem einir mega fyrir sinni kristilegu samvisku skrifa langur gangur í staðinn fyrir lángur gáng- ur. Ut betur, segja þeir þegar við segjum utar, sbr. „ellegar út betur til þín“. Klömp segja þeir fyrir klöpp, það finst mér fallegt. „Leið“ í fleirtölu (um mörg leiði). Og þetta stóreinkennilega „að innanverður“ og „að utanverður“, sem er fast alstaðar þarna vestra (og nær alla leið suðrá Snæfellsnes breiðafjarðarmegin, þó þar sé það ekki leingur alment). Hvað sem fólkið sagði okkur þá fanst mér alt söguefni og rannsóknarefni. Guð- mundur Márusson hrapaði í björgum á Ilorni fyrir fjörutíu árum. Líkið féll niðrá syllu og menn sáu hvar það lá en treystust ekki að ná því; fuglar slitu líkið að mönnum ásjáandi. Spurníng: Var eingin trúarleg minníng gerð eftir hann í kirkju? Svar: Nei. í Reykjafirði lifir enn sögn um tvenn hjón sem bjuggu á Kirkjubóli þar í firðinum fyrir svosem 130 árum; um þetta fólk geymist sú endurminníng að hændurnir hefðu liaft skifti á konum; að öðru leyti var þetta fremur auðnulítið fólk. Um bændur þessa Björn og Jón er vísa geymd, þá vísu eru konur í Reykjafirði ófáanlegar að hafa yfir, en ég lærði hana nú samt. (Á Kirkjubóli búa tveir, Björn og Jón þeir heita. Bæði tólin brúka þeir; brestur hjólið lukku meir.) Þarna eru sumstaðar á bæum leiði á víðavángi fjarri kirkju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.