Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 81
UMSAGNIR UM BÆKUR
199
anleg. Hann spymir gegn hreifingu,
sem hefur þróunarréttinn sín megin.
Hann eygir aðeins möguleika til vam-
ar, enga til endurreisnar hinum sundr-
aða og visna þjóðarlíkama, sem hann
reynir að stæla með frelsishugsjón sinni
og vilja. Einnig ríkishugmynd þessa
hugsjónamanns takmarkaðist við borg-
armúra Aþenu. Og þó verpur harátta
hans ljóma á rústir hellenaríkisins
foma. Með ofurmannlegri mælsku sinni
og eldmóði tókst honum að hrífa megin-
hluta hellensku þjóðarinnar með sér til
baráttu gegn makedoniska ofureflinu.
Herinn beið ósigur, sjálfstæði Hellas
var lokið, en yfir falli þess er reisn og
ljómi.
Höfundur minnist Demostheness að-
eins stuttlega á einum stað (bls. 57—
58), en listar hans, mælskulistarinnar
og þýðingar hennar í grískri menningu,
getur hann ekki, nema hvað tekur til
sófista og lýðskmmara. Mun mörgum
þykja það vöntun. Mælskulist var snar
þáttur í menningu Hellena, einkum
Aþeninga. Þekking og leikni í henni
var nauðsynleg til æðri mennta, en hæst
mun hún hafa risið hjá Demosthenes.
Höf. er ólatur að tína hnökrana úr
lagðinum, um leið og hann spinnur sinn
historiska þráð. I leiðréttingum hans og
gagnrýni gætir mjög hinnar bjartsýnu
skynsemistefnu, er hæst reis um og
eftir aldamótin. Vill stundum gleymast
það, sem Herder og söguskilningur róm-
antikurinnar kenndu okkur, að andi
hvers tímabils og hverrar menningar
verði að fá að njóta sín, án þess að
sagnfræðingurinn reiði stöðugt að hon-
um sleggju rationalismans. Það er eins
og höf. sé að taka fram í fyrir sjálfum
sér. „Þukydídes segir, að hann hafi rit-
að sögu sína til þess, að hún yrði ævar-
andi eign allra tíma, svo að menn gætu
haft vítin til þess að varast þau. En
hvenær ætli mönnum lærist af dæmi
annarra að hafa stjórn á pólitiskum
ástríðum sínum, metnaði og öfund?“
Er littererum og pólitiskum arfþegum
Sturlunga sögu ekki ætlandi að skilja
tilsagnarlaust fánýtið í tilætlan Þuký-
didess? „Sneypuverk“ kallar höf. það,
er kristinn keisari lokaði síðasta speki-
skóla Aþenu, en ekki er greint frá
ástæðum né tildrögum. Ég kýs stað-
reyndir sögunnar fremur en slíka dóma.
I ritdómi um Austurlönd hef ég bent á
þessa tilhneigingu höfundar. Á bls. 79 í
Hellas er skemmtilegt dæmi um þá
kímni, sem stundum blandast í umvönd-
unartón hans.
Umvandanir geta jafnan orkað tví-
mælis, og mun höfundur því trauðla
undan þeginn. Á það að minni hyggju
ekki sízt við um gagnrýni hans á Platon
og Aristóteles fyrir að villast út í hug-
speki. Anaxagoras „bar heimspekina til
Aþenuborgar. En þar gat hún af sér,
fiótt í hugspekisniði vœri (leturbr. mín),
sinn fegursta andans blóma ...“ í þess-
ari villu óð Platon, og Aristóteles tókst
„aldrei alveg að losa sig við skýringar-
tilraunir hugspekinnar," eða af „klafa
hugspekinnar,“ eins og höf. einnig orð-
ar það (bls. 180—181). Höf. hafði þegar
á bls. 145 aumkað Platon og Aristóteles,
„að þeir tóku upp á því óheillaráði, er
vér enn súpum seyðið af, að hugsa sér
efnið algerlega andvana og andann
efnisvana". Vesalings Sókrates, Platon
og Aristóteles að þeir skyldu fara að ana
út í hugspeki í stað þess að taka bók
niður af hillu sinni og lesa í henni um
„ ... was die Welt
im Innersten zusammenhalt". (Faust).
En mér er spurn: Hvað er náttúruspekin