Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 10
10
Þ J Ó N U S T A Traust geymsla
– og öruggur flutningur alla leið!
Frystigámar
til sölu eða leigu
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100
AT
H
YG
LI
Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma.
Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og
salernishús í ýmsum stærðum og gerðum.
Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum
hvers og eins.
www.stolpigamar.is Hafðu
samband!
Skaginn hf. á Akranesi og
Skinney-Þinganes hf. á Höfn í
Hornafirði undirrituðu nú
skömmu fyrir jól samning um
nýjan vinnslubúnað fyrir upp-
sjávar- og bolfisk. Þetta mun
vera stærsti einstaki samning-
ur sem gerður hefur verið við
íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki
um sölu á hátæknibúnaði til
fiskvinnslu. Búnaðurinn verð-
ur samkvæmt samningnum til-
búinn til vinnslu þann 1. júní
næstkomandi.
Ingólfur Árnason er fram-
kvæmdastjóri Skagans hf.
Hann segir samninginn þann
stærsta sem fyrirtækið hafi
gert innanlands. „Við höfum
þekkingu og reyndan mann-
skap til þess að ljúka verkinu
á réttum tíma,“ segir Ingólfur.
Ingólfur og samstarfsfólk
hans hjá Skaganum hf. og
Þorgeir & Ellert hf. byggðu í
fyrra í samvinnu við Kæli-
smiðjuna Frost uppsjávar-
vinnslu í Færeyjum sem ætl-
uð var framleiðslu fyrir 1000
tonn á sólarhring.
„Þetta gerum við best“
Verkefnið sem hér um ræðir
verður unnið af Skaganum
hf. og Þorgeir & Ellert hf.
ásamt fjölmörgum samstarfs-
aðilum á Akranesi og víðar í
góðu samstarfi við starfsfólk
Skinneyjar-Þinganess hf. „Við
erum ákaflega stolt af því að
stjórnendur og eigendur
Skinneyjar-Þinganess hf. skuli
treysta okkur fyrir þessu
verkefni. Þetta gerum við og
kunnum best,“ segir hann.
„Við erum að huga enn
frekar að framtíðinni. Þetta
skref gerir okkur samkeppn-
ishæfari,“ segir Aðalsteinn
Ingólfsson, framkvæmdastjóri
Skinneyjar-Þinganess hf.
Hann segir að undanfarin ár
hafi fyrirtækið endurnýjað
flotann og með nýjum
vinnslubúnaði frá Skaganum
hf. verði gæði afurðanna enn
meiri. Þá muni framleiðni fyr-
irtækisins aukast verulega við
þessa uppbyggingu og reikna
megi með að afköst í fryst-
ingu uppsjávarafla aukist upp
í um 600 tonn á sólarhring.
Samhliða þessari fjárfestingu
verður húsnæði endurbætt
sem og vinnslubúnaður fyrir
bolfiskvinnslu.
Íslenskur sjávarútvegur í
fremstu röð
Aðalsteinn segir mikilvægt
fyrir Skinney-Þinganes og
samfélagið allt, að íslenskur
sjávarútvegur haldi stöðu
sinni í fremstu röð á heims-
vísu. Sú staða sé ekki sjálfgef-
in heldur þurfi fjárfestingu til.
Því kosti fyrirtækið miklu til
við endurbætur sem þessar.
Hann segir að íslenskur sjáv-
arútvegur hafi á undanförn-
um árum tekið virkan þátt í
þróun vinnslubúnaðar fyrir
sjávarútveginn með Skagan-
um hf. Markmiðið sé ætíð að
auka samkeppnishæfni Ís-
lands á alþjóðamarkaði. Aðal-
steinn segist hafa þá trú að
íslensk stjórnvöld endurskoði
lög um veiðigjöld með það
að leiðarljósi að sjávarútveg-
urinn geti haldið áfram að
vaxa og skila samfélaginu
öllu ríkulegum ávinningi.
Skaginn og Skinney-Þinganes undirrita samning
um smíði nýs vinnslubúnað fyrir uppsjávar- og bolfisk:
Stærsti hátæknisamningur
íslensks sjávarútvegsfyrirtækis
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans hf. og Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess hf., handsala samninginn.