Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2013, Page 13

Ægir - 01.09.2013, Page 13
13 Þegar Kristbjörn er spurð- ur um hvort ekki sé eftirsjá að Sigurði VE segir hann ekki hafa neina þýðingu að ræða um það. En hann talar um skipið af miklum hlýhug: „Hann skilaði okkur alltaf heilum í höfn og það mátti alveg treysta honum til þess þótt slæm væru veður. Það var svo einkennilegt að í vondum veðrum dró hann sjálfur úr hraðanum,“ segir Kristbjörn. Varði sig vel í sjógangi Kristbjörn hætti á Sigurði VE fyrir um þremur árum og var skipið gert út í takmarkaðan tíma eftir það. „Sigurður VE var verulega gott aflaskip en ég það er ekki auðvelt að skýra þá miklu velgengni sem fylgdi skipinu. Það var lengi gert út á togveiðar og þá var á hon- um Auðunn Auðunsson skip- stjóri. Síðar var honum breytt í nótaveiðiskip og þá tók ég við honum. Skipið var alltaf gert út frá Vestmannaeyjum og ég var með lögheimili þar,“ segir Kristbjörn, sem hefur þó alltaf átt heima á Húsavík. „Þetta gekk þannig fyrir sig að þegar við vorum langt frá landi reyndum við að fylla skipið og landa. En upp við landið var oft farið með ein- hverja slatta í land ef veðrið var slæmt og sömuleiðis ef þörf var á því að vinna aflann. En við vorum mest- „Ég tók við Sigurði VE árið 1974 og var nánast þar til yfir lauk,“ segir Kristbjörn Árnason, einnig þekktur sem Bóbi, sem var skipstjóri hins fengsæla Sigurðar VE, sem nú er horfinn út flota landsmanna. Skipinu var siglt hinsta sinni í byrjun september til Danmerkur þar sem það var rifið niður í brotajárn. S K I P I N

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.