Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 26

Ægir - 01.09.2013, Síða 26
26 F R É T T I R Í rauðu húsi rétt við hið rót- gróna fyrirtæki Skipavík í Stykkishólmi fer fram metnað- arfull nýsköpun. Þar er fyrir- tækið Íslensk bláskel og sjáv- argróður ehf. til húsa og er að byggja upp framleiðslu á bláskel og vinnslu á þangi. „Í byrjun vorum við vissir um að við þyrftum ekki að leggja mikið út og að við yrð- um fljótir að græða á kræk- lingaræktinni,“ segir Símon Már Sturluson, annar tveggja eigenda fyrirtækisins en fyrir- tækið hét í fyrstu Íslensk bláskel ehf. Áhugi Símonar á nýsköpun dreif hann áfram ásamt tveimur félögum hans og fyrirtækið varð að veru- leika á vordögum árið 2007. „Vanþekking okkar var mikil til að byrja með en við próf- uðum okkur áfram. Við keyrðum hér um fjörur til að sækja efni, fengum gamla belgi frá bændum og hörkuð- um svona áfram á margvís- legan hátt. Árangurinn varð eftir því fyrstu árin og við vorum þess heldur ekki með almennilegan bát.“ Síðar keypti fyrirtækið við- urkenndar kræklingasöfnun- arlínur og efni sem til þurfti, belgi og fleira. „Við höfum lært mikið síðan við byrjuð- um og erum enn að læra. Mesta hættan sem steðjar að svona framleiðslu eru eitur- þörungar en hingað til höfum við verið heppnir og sloppið við þá. Bláskel er þrjú ár að komast í rétta stærð svo hægt sé að uppskera hana og það getur því margt gerst á þeim tíma. Í dag erum við eitt stærsta fyrirtækið í þessari grein hér heima og önnum ekki eftirspurn.“ Breiðafjörður hentar mjög vel til ræktunar á bláskel og þörungum. Veitingastaðir í Stykkishólmi bjóða upp á mat úr héraði og þar er bláskel á matseðlinum. Þá hafa kokk- arnir verið duglegir að nýta sjávargróður, sem fyrirtækið er nú farið að rækta en í kjöl- farið var nafni fyrirtækisins breytt. Rækta beltisþara „Fyrstu árin fengum við mikið af þara á línurnar okkar. Við vorum ekki með hugann við Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. í Stykkishólmi: Breiðafjörður kjörinn til ræktunar á skel og þara Beltisþari í góðri uppskerustærð. Veitingastaðir í Stykkishólmi bjóða upp á mat úr héraði og þar er bláskel á mat- seðlinum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.