Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2013, Page 27

Ægir - 01.09.2013, Page 27
27 F R É T T I R það þá að við gætum nýtt hann. Sú hugmynd kviknaði þegar við fórum að fá fyrir- spurnir um þara en við höf- um selt hann meðfram skel- inni. Þetta fer mjög vel sam- an, ræktun á þessu tvennu og nú erum við með nokkrar lín- ur sem eru einungis ætlaðar í þararæktun. Við erum mest að rækta og þurrka beltisþara og tínum marinkjarna og söl í fjörum. Í dag eigum við ekk- ert á lager, allt sem við fram- leiðum selst strax því eftir- spurnin er mikil. Skiptir þá engu hvort um er að ræða þörung eða bláskel. Það er stór markaður fyrir þörung um allan heim en við seljum mest til Norðurlanda. Þarinn er einnig mjög eftirsóttur vegna hreinleika sjávarins og það er sérstaða sem við nýt- um vel. Íslendingar eru þó ekki mjög sólgnir í sjávar- gróður en þeir vilja kaupa bláskel á veitingastöðum, frekar en að elda sjálfir heima. Við seljum bláskel eingöngu á innlendum mark- aði,“ segir Símon Már. Fyrirtækið hefur meðal annars búið til krydd úr marinkjarna og beltisþara. Símon Már Sturluson er annar eigenda Íslenskrar bláskeljar og sjávargróðurs ehf.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.