Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 28

Ægir - 01.09.2013, Síða 28
28 Stjórn HB Granda tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfisktogara og var samið við Alkor skipa- smíðastöðina í Póllandi um verkið. Var skipið komið til Póllands um mánaðamótin júní og júlí. Að sögn Gísla Jón- mundssonar, skipaeftirlits- manns HB Granda, sem haft hefur eftirlit með framkvæmd verksins í Póllandi fyrir félagið eru breytingarnar á Helgu Maríu umfangsmiklar og þótt skipið sé komið heim þá muni enn nokkur tími líða þar til það kemst á veiðar. Helgast það m.a. af því að eftir er að setja niður búnað á vinnslu- dekki. Það verk munu starfs- menn 3X Stáls (3X Techno- logy) annast en fleiri fyrirtæki koma einnig að lokafrágangi á Helgu Maríu. Viðamiklar breytingar Svo vikið sé að breytingunum í Póllandi þá segir Gísli að það helsta sem gert hafi verið við skipið sé að frystilestinni hafi verið breytt í ísfisklest. „Lestin var stækkuð með því að frystivélarými var fjarlægt og sömuleiðis tveir síðutank- ar. Lestarlúgan var færð út í síðu, lestin var öll klædd upp á nýtt og komið fyrir nýju kælikerfi. Allur búnaður á millidekki var tekinn úr skip- inu og allar klæðningar fjar- lægðar. Rýmið á millidekkinu var allt sandblásið, skipt var um rennusteina og síðan var það klætt upp á nýtt. Fiski- móttakan var klædd með ryðfríum plötum og sett var upp nýtt, ryðfrítt móttökuþil. Nýrri stakkageymslu með öll- um búnaði var komið fyrir og einnig var kaffi- og þvotta- herbergið endurnýjað. Skipt var um efra dekkið frá skut- rennu fram fyrir gömlu lestar- lúguna. Lestarlúgurnar voru færðar út í síðu og hluta af eldhúsi þurfti að fjarlægja vegna þeirrar færslu. Fyrir vikið þurfti að innrétta nýtt eldhús með tilheyrandi breyt- ingum á borðsal. Svokallaðir ísgálgar voru fjarlægðir og toggálgi var styrktur til að geta borið uppi togblakkirn- Helga María verður einn best búni ísfisktogari heims Helga María AK liggur í Reykjavíkurhöfn og miklar framkvæmdir standa yfir á vinnsludekki og víðar. Ú T G E R Ð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.