Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 37

Ægir - 01.09.2013, Síða 37
37 F I S K V I N N S L U N Á M Nú á haustönn hafa nemend- ur Fisktækniskólans farið víða í vettvangsferðir til að kynna sér sjávarútveginn. Farið var í heimsóknir í fiskvinnslufyrir- tæki, Hafró, Landhelgisgæsl- una, Matvælastofnun, fiskeld- isfyrirtæki og á fleiri staði. Nemendur vinna síðan verk- efni úr þessum ferðum og eru þær gjarnan notaðar sem stoðefni við bóknámið í skól- anum. Nú á vorönn fara 12 nem- endur í vinnustaðanám og aðrir nemendur koma inn í skólann eftir sitt vinnustað- anám. Þá á þriðju önn. Vel hefur gengið að fá pláss fyrir nema á ýmsum stöðum í tengdum greinum. Þar má nefna að sumir hafa verið í fiskvinnslum, aðrir hjá Marel, nemendur hafa unnið við sjó- mennsku, í fiskeldi, hjá Land- helgisgæslunni eða kynnt sér sölumál og margt fleira. Kunnum við þessum fyrir- tækjum kærar þakkir fyrir. Það er mjög ánægjulegt hve greinin tekur nemendum vel og eru flestir tilbúnir að miðla af reynslu sinni og þekkingu til þeirra. Fyrir skömmu útskifuðust nokkrir karlar úr viðbótar- námi í vélstjórn. Þeir eru búnir stunda lotunám í raf- fræði, kælitækni og vélfræði. Þetta verkefni er samstarfs- verkefni Fisktækniskólans og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Námið er sett upp í lotum þannig að það henti sem best starfandi fólki í greininni. Til dæmis hafa sjómenn verið ánægðir með þetta fyrir- komulag og nýtt sér það óspart. Raunfærnimat í fiskvinnslu Í haust hafa Nanna Bára Maríasdóttir sviðsstjóri og Ás- dís Pálsdóttir verkefnastjóri hjá Fisktækniskólanum ásamt Jónínu Magnúsdóttur, nám- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum unnið að raunfærnimatsverk- efni sem menntamálaráðu- neytið styrkti. Verkefnið felst í að gera starfsmönnum með mikla reynslu og þekkingu í fiskvinnslu kleift að láta meta reynslu og þekkingu til móts við viðurkennda námskrá Fisktækniskólans til fram- haldsskólaeininga meðal ann- ars til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Ferlið er þannig að einstaklingurinn sækir um að fara í raunfærni- mat. Tekið er viðtal og út frá því er metið hvort viðkom- andi eigi erindi í matið. Eftir það taka matsmenn við og meta hvern og einn í þeim áföngum sem hann hefur merkt sig við. Þessa dagana er verið að ljúka mati á fyrsta hópnum og munu niðurstöð- ur liggja fyrir nú fyrir jól. Eftir raunfærnimatið fer náms- og starfsráðgjafi yfir möguleika þeirra til áframhaldandi náms ef viðkomandi kærir sig um. Leitað var til hagsmuna- aðila á borð við forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækja og stétt- arfélaga við undirbúning raunfærnimatsins. Mikill ein- hugur er um að láta raun- færnimatið ganga vel og að í framtíðinni geti sem flestir nýtt sér þá þekkingu sem þeir hafa aflað í gegnum starfið sitt til eininga innan framhaldsskóla. Með því styrkir fólk sig á vinnumark- aðnum. Það er mjög gott hversu jákvæð viðbrögð skólinn hef- ur fengið bæði innan greinar- innar og hjá nemendum. Sjávarútvegur er ein mikil- vægasta atvinnugrein okkar og því mjög mikilvægt að sinna menntun þar. Nanna Bára Maríasdóttir Höfundur er sviðsstjóri Fisktækniskólans. Fisktækniskóli Íslands: Fjölbreytt starf í haust Nemandi í vettvangsnámi hjá Frostfiski. Kennslustund í Fisktækniskólanum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.