Ægir - 01.09.2013, Page 39
39
S J Ó M E N N S K A N
Hjallahraun 2
220 Hafnarfjörður
s. 562 3833
www.asaa.is - asaa@asaa.is
Wesmar
bógskrúfur
Hidea utanborðs-
mótorar
Hidrostal
snigildælur
TMP vökvakranar
BT Marine
skrúfur
Halyard
pústkerr
Helac
snúningsliðir
Tides Marine
ásþétti
FPT bátavélarIsuzu bátavélarWesterbeke rafstöðvar
og trilluvélar
Doosan bátavélar
Zink
Gírar
Dælur
Ásþétti
AAvélar
Rafstöðvar
Hljóðkútar
Stýrisvélar
Snúningsliðir
Hosuklemmur
Skrúfubúnaður
Utanborðsmótorar
Vélar og búnaður fyrir báta og stærri skip
Mikilvægt að kaupa hagstætt
inn
Tvær áhafnir eru á Guð-
mundi í Nesi og eru 18
manns í hvorri áhöfn. Skipið
er aðallega á Djúpmiðum nær
Grænlandssundi og úthaldið
er frá 30-34 sólarhringum.
Það er viðamikið starf að
vera matreiðslumaður á frysti-
togara. Auk sjálfrar matseldar-
innar fer mikill tími í þrif og
undirbúning.
„Ég legg mikla áherslu á
snyrtimennsku. Ég, eins og
margir aðrir í áhöfninni, lít
svo á að skipið sé okkar ann-
að heimili og þar viljum við
hafa snyrtilegt. Við búum um
borð annan hvern mánuð allt
árið um kring. Snyrtimennsk-
an á líka sinn þátt í því að
okkur líður öllum vel á skip-
inu og hún er auðvitað nauð-
synleg með tilliti til með-
höndlunar á matvælum.“
Innkaup á kosti eru stór
þáttur í starfi matreiðslu-
mannsins og þar ríður á að
vera skipulagður. Þessi hluti
vinnunnar vefst þó ekki fyrir
Níels Óskari enda hafði hann
áður séð um slík mál til
margra ára á fyrri vinnustöð-
um. Undirbúningur fyrir
hvern túr hefst viku áður en
landfestar eru leystar. Níels
Óskar pantar kostinn í gegn-
um heildsala og reiknar út
kostnaðinn í hörgul.
„Samkvæmt samningi er
mér gert að gæta hags áhafn-
arinnar í innkaupum. Áhöfnin
borgar fæðið sjálf en fær þó
fæðisstyrk frá útgerðinni. Ég
leita því hagstæðustu tilboð-
anna og reyni að fá birgjana
til að slást um viðskiptin. Það
er um heilmiklar upphæðir
að tefla.“
Rjóminn kemur sterkur inn!
Níels Óskar er venjulega
kominn fram um kl. 5 á
morgnana og byrjar þá að
baka brauð og kökur. Morg-
unmaturinn þarf að vera til-
búinn kl. 7.30. Boðið er upp
allt þetta hefðbundna, súr-
mjólk, skyr og vel af rjóma.
„Menn eru viljugir í rjóm-
ann ekki síst núna þegar nýj-
ustu rannsóknir hafa leitt í
ljós að feitmeti er ekki endi-
lega fitandi heldur er söku-
dólgurinn fyrst og fremst syk-
ur. Þessar rannsóknir urðu til
þess að menn urðu ófeimnir
við neyslu á rjóma og hún
hefur aukist verulega um
borð í Guðmundi.“
Níels Óskar minnist þess
að fyrir fáeinum árum hafi
næringarfræðingar hleypt af
stokkunum átaki gegn neyslu
feitmetis. Rjómi og smjör hafi
t.a.m. verið á hálfgerðum
bannlista. Útgerðin sendi
báðar áhafnir til rannsókna
hjá Hjartavernd. Flestir komu
vel út en átakinu var fylgt eft-
ir.
„Ég hef alla tíð verið á
þeirri skoðun að það sé bara
bull að rjómi og náttúrulegt
feitmeti sé óheilsusamlegt.
Pabbi er að verða níræður og
hann hefur alla tíð verið
ófeiminn við þennan mat og
hann er við fína heilsu. Átak-
ið riðlaði dálítið skipulaginu
hjá mér því að ég fór eftir