Ægir - 01.09.2013, Page 44
44
kvæmdastjóri og stofnandi
Völku. Hann er vélaverkfræð-
ingur og stundaði framhalds-
nám í Bandaríkjunum en hóf
að vinna þróun vélbúnaðar
árið árið 2003 í bílskúrnum
heima hjá systur sinni. Síðan
hefur verkefnið undið upp á
sig og Valka búin að hasla
sér völl innanlands og erlend-
is.
Nýting aukin um 8-10%
Um er að ræða flæðilínu sem
byggir á forsnyrtingu, röntg-
enmyndun, vatnsskurði með
tölvustýrðum róbótum og
loks flokkun og pökkun.
Vatnskurðarvélin sker bein-
garðinn með sjálfvirkum
hætti úr flökunum en fram til
þessa hefur búnaður með
viðlíka nákvæmni ekki verið
til. Hingað til hefur þessi
vinna fyrst og fremst farið
fram í höndum.
„Fyrst er tekin röntgen-
mynd af flakinu og í fram-
haldi af því er tekin þrívídd-
armynd. Myndirnar eru síðan
lagðar saman sem gefur ná-
kvæma mynd af beingarðin-
um og staðsetningu hans í
flakinu. Það er því hægt að
skera beingarðinn úr með
mikilli nákvæmni,“ segir
Ágúst Sigurðarson, sölustjóri
Völku.
Vélin sker flakið einnig í
bita með vatnskurði sem er
stýrt með hugbúnaði sem
gefur kost á að ákvarða stærð
bitanna út frá stærð flakanna.
„Það er ekki sjálfgefið að
sömu bitarnir komi úr stóru
flaki og litlu flaki. Vélin sker
bitana alltaf á nákvæmlega
sama hátt en mannshöndin er
F I S K V I N N S L U T Æ K N I
„Með okkar forsnyrtilínu verða aldrei fleiri en 2-3 flök sem bíða meðhöndlunar og með því lágmarkast sá tími frá því flak kemur frá flökunarvélinni þar til afurðin kemur
fullunnin og pökkuð í kassa. Þessi tími er einungis um tvær mínútur,“ segir sölustjóri Völku.
Skýringarmynd af nýju vinnslulínunni frá Völku. Fremst er forsnyrtilína. Flökin fara síðan í
gegnum röntgen myndgreiningarvél og í framhaldi af því í vatnsskurð og loks flokkun.