Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 46

Ægir - 01.09.2013, Qupperneq 46
46 Haldinn var í nóvember fundur atvinnuvegaráðuneytisins og Íslenska sjávarklasans undir yfirskriftinni Tveir fyrir einn. Um var að ræða sóknarfund með sjávarútvegsráðherra um hvernig hægt er að tvöfalda verðmæti fisks sem berst á land. Íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir ótal tæki- færum og var markmiðið með fundinum að bregða birtu á þau sóknarfæri sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að hann búi yfir styrk og framsýni til að láta tækifærin verða að ábatasömum veruleika. Orri Þór Ormarsson, lækn- ir og framkvæmdastjóri Lipid Pharmaceuticals sagði frá starfsemi fyrirtækisins sem þróar lyf sem innihalda omega-3 fitusýrur sem fengn- ar eru úr fiskiolíum. „Um tvenns konar lyf er að ræða. Annars vegar eru það stílar sem eru ætlaðir til notkunar við hægðatregðu. Við vitum að það er eftir- spurn eftir omega-3 merktum lyfjum og við teljum okkur hafa markaðsforskot því það hafa ekki komið sambærileg ný lyf á markað í 30 ár. Hitt lyfið, sem við erum að rannsaka og þróa, er smyrsl sem inniheldur sömu fitusýr- ur og er ætlað til notkunar við ýmiss konar húðsýking- um en fríar fitusýrur hafa bæði bakteríu- og veirudrep- andi áhrif og eru auk þess bólgueyðandi.“ Fiskleður í heimsþekktum vörumerkjum María K. Magnúsdóttir, sölu- stóri hjá Sjávarleðri á Sauðár- króki, sagði að um 98% af því sjávarleðri sem fyrirtækið sútar, eða býr til leður úr, sé selt til útlanda og þá aðallega til Bandaríkjanna og Ítalíu. „Sjávarleður keppir við önnur fyrirtæki sem framleiða t.d. krókódílaskinn sem er um 400% dýrara en fiskurinn auk þess sem framleidd eru snákaskinn og strútaleður. Það er miklu auðveldara að senda fiskileðrið út um allan heim. Fiskileður er það nýjasta nýtt í exótísku leðri eins og það kallast og þó svo að við séum búin að vera á markaði í meira en 10 ár þá er það ennþá nýtt á heimsmarkaði. Íslendingar eru líka mjög duglegir að nota fiskileðrið og það er frábært að sjá hvernig það hefur þróast hér heima í gegnum tíðina og það fólk er klárlega braut- ryðjendur.“ María sagðist telja að möguleikar á frekari sölu á fiskileðri frá Íslandi væru miklir. Phillip Lim, Alexander Wang, Helmut Lang, Ferre- gamo, Escada, Live&Love, Perfect belt, Brown shoes, Brian Atwood shoes, Nine west, Dior, Chanel og Louis Vuitton eru á meðal þekktra fyrirtækja sem nota fiskileður frá Sjávarleðri í hönnun sína. Lyf úr þorskroði leysa húðvandann Kerecis þróar og framleiðir lækningavörur sem unnar eru úr þorskroði til meðhöndlun- ar á vefjaskaða og húðvanda- málum og fékk fyrirtækið ný- lega hvatningarverðlaun LÍU. „Allar vörur fyrirtækisins eiga það sameiginlegt að innihalda prótein úr þorsk- roði ásamt því að innihalda omega-3 fitusýrur,“ sagði Ívar Þór Axelsson verkefnisstjóri. Meginvörulína fyrirtækis- ins nefnist MariGen og eru það stoðefni unnin úr roði sem eru búin til með því að fjarlægja allar frumur og of- Tveir fyrir einn - að tvöfalda verðmæti fiskaflans María K. Magnúsdóttir sölustjóri hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki. Leður úr fiskroði keppir á heimsmarkaði í dag við mun dýrara leður úr krókódílaskinni. Myndir: Svava Jónsdóttir N Ý S K Ö P U N Í S J Á V A R Ú T V E G I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.