Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2013, Síða 53

Ægir - 01.09.2013, Síða 53
53 Talið er að mikil tækifæri séu fyrir hendi í fiskeldi á Vestfjörðum, en þar vilja menn fara með gát í uppbyggingu, taka hæg og örugg skref og byggja upp samkeppnis- hæfni svæðisins með faglegum og vísindalegum vinnubrögðum. Á bilinu 4-5 þúsund tonn af fiski eru um þessar mundir í sjókvíum á Vestfjörðum. F I S K E L D I en aukið fiskieldi sé leið til vaxtar. Staðreyndin sé sú að mikill vöxtur í sjávarútvegi sé vart gerlegum nema í gegn- um uppbyggingu á sjálfbæru eldi. Til að sýna hversu mikil- vægt aukið fiskeldi sé fyrir fjórðunginn nefnir hann að fræðilega gæti verið um að ræða 30 til 40 þúsund tonna eldi í skjólgóðum fjörðum Vestfjarða. Atvinnuáhrif af slíku eldi væru töluverð, það gæti skapað beina atvinnu fyrir um 6-700 manns. Við- snúningur af slíku tagi hvað varðar störf og fjölbreytileika í sjávarútvegi gætu valdið straumhvörfum í byggð og at- vinnulífi svæðisins. Fjölmörg hliðarstörf myndu einnig skapast með auknu eldi, þjónusta af ýmsu tagi, rannsóknir, fóður- og umbúðaframleiðsla, dýra- lækna- og brunnbátaþjónusta, svo eitthvað sé nefnt. Þannig hefði eldisuppbygging vestra mikil margfeldiáhrif. „Það er margt sem bendir til þess að með framsýni og góðri skipu- lagsvinnu sé í raun hægt að stýra uppbyggingunni með þeim hætti að það skapist sem minnst „bóluáhrif“ í svæðisbundnu hagkerfi. Fyrir strandsvæði eins og Vestfirði, með þetta háa hlutfall jaðar- byggða, þá er fiskeldi vaxtar- grein sem getur orðið lykill að bættri efnahagslegri vel- ferð,“ segir Shiran. Faxaflóahafnir Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Hafnir Fjarðabyggðar Hafnir Ísafjarðarbæjar Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Tálknafjarðarhöfn Vopnafjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.