Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 13
TIL LESENDA Hér hefsl 16. árgangur Tímarits Máls og menningar og þykir rétt áður en 15 ára afmæl- ið er komið í hvarf að staldra við andartak og líta um öxl. Tímarit Máls og menningar, stofnað 1940, er beint framhald af Rauðum pennum sem hófu göngu sína 1935, svo að með 15 ára afmæli Tímaritsins er um leið að minnast 20 ára afmælis Rauðra penna eða með öðrum orðum tuttugu ára samfelldrar útgáfu ársritsins Rauðra penna og Tímarits Máls og menningar. Hundrað ár á hestbaki eru skjótt riðin hjá, segir í frægu ljóði. Því fremur mundu tutt- ugu ár teljast skammur aldur. En tíminn er galdratákn sem getur hlaðið sig kynngi að óskum og sprengt af sér hvern mælikvarða. Helzt er að atburðirnir séu mælistika hans. Síðustu 15—20 ár hafa sannarlega verið rík að viðburðum og umbrotahörð. Þau hafa keyrt þjóðir og einstaklinga hörðum sporum og reynt meira á taugarnar en aldir áður hvort sem þolraunin líktist því fremur að vaða eld, stikla fossa eða troða marvaða. Þessi ár hefur gengið á viðskiptakreppa, morðöld fasismans, heimsstyrjöld, kalda stríð- ið, margháttuð fjörbrot auðdrottnunarkerfisins, risið kjarnorkuöld með ógnun af hálfu stríðsóðra um að þurrka út líf af jörðu eða, ef friður helzt, með fyrirheit um velmegun og nýja sigurför mannlegs anda. Þessi ár hefur framrás sósíalismans verið óðfluga, máttugar fornþjóðir eins og Kínverjar brotið af sér árþúsunda hlekki, og ræður sósíalisminn þegar óskorað þriðjungi heims og 900 miljónum manna af 2400 miljónum alis á jörðu. Þar að auki hefur önnur stærsta þjóð heims, Indverjar, brotizt úr nýlenduaðstöðu til heimsáhrifa með yfirlýsta friðarstefnu; reyndar samtímis því að evrópuþjóðir vestrænar sem frjálsar töldust áður hafa verið lagðar undir járnhæl amerískrar yfirdrottnunar. Brimgnýr þessara viðhurða hefur skollið á afskekktri strönd íslands, enda átökin hin sömu hvar sem er á jörðu. Islendingar hafa haft stór segl uppi, þjóðin lifað örlagamestu ár sögu sinnar. Lýðveldið ekki fyrr endurreist en stjórnarvöldin opna landið fyrsta skipti fyrir erlendum herjum og hafa gengið í stríðsbandalag við auðvaldsríkin og unnið sér nýj- ast til afreka að samþykkja með þeim notkun atómvopna í styrjöld og hlaupið fyrst til að gjalda því jákvæði að vekja upp afturgöngu hins morðskæða þýzka fasisma. Ef 15 árgangar Tímaritsins ásamt Rauðum pennum eru skoðaðir í heild endurspegla þeir ekki lítið af umróti þessa tímabils, heima og erlendis. Tímaritið hefur fylgzt af áhuga með framvindu heimsviðburða og helztu þjóðmála og viljað vera íslendingum leiðsögn, skerpa hjá þeim dómgreind og skilning og flytja þeim sannleika hversu sem hann fellur yfirdrottnurum í eyru. Það styður málstað alþýðu, málstað friðar og þjóðfrelsis. Hjarta þjóðarinnar slær þar heitum slætti hvort heldur í fögnuði eða þungum trega. Tímaritið varaði íslendinga brennandi orðum við Keflavíkursamningnum, við inngöngu í atlantshafs- bandalagið, við amerískri hersetu. Það varar þá í dag við undirbúningi atómstyrjaldar, við ábyrgð á stríðsglæpum, og krefst í nafni þjóðarinnar burtfarar hersins. Tímaritið hefur þó að meginefni verið helgað hókmenntum, en ritstjómin lítur ekki á hókmenntir aðgreindar frá hinni þjóðfélagslegu þróun, heldur sem hreyfiafl í framþróun- inni. Þessvegna hefur einatt þeim rithöfundum, skáldum og menntamönnum sem barizt 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.