Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liafa með verklýðshreyfingunni og framvinduöflunum verið skipað fremst rúm í Tímarit- inu, og hafa þeir að vísu borið það uppi. Mætti í því efni taka undir orð Dsjambúls í þýð- ingu Kiljans: Sá er ekki skáld sem ekki hvetur til baráttu, ekki skáld sá sem á ekki heima í hjarta þjóðarinnar, ekki skáld sá sem ekki syngur Ijóð um átthaga sína. Hins vegar er skoðun ritstjórnarinnar að skapandi list krefjist stöðugrar endurnýjunar og einnig frjáls- ræðis í leit að nýjum formum. Hefur Tímaritið því fagnað hverjum ungum höfundi með liæfileika sem slær nýjan tón í skáldskap, og er ritstjórninni gleðiefni þegar hún lítur yfir árganga Tímaritsins að sjá að þar liafa flestir hinna yngri höfunda kveðið sér fyrst hljóðs. Tímaritið liefur valið sér baráttuleiðina og oft haft þungan straum í fangið. Því fer fjarri að það hafi notið opinherra vinsælda, en því er treyst til að birta vandað efni og flytja málstað sinn af einurð og stefnufestu. Það hefur aldrei slakað á kröfum sínum né kropið fyrir valdhöfum. Erlendis vinnur það sér álit hjá þeim sem fylgjast með íslenzkum bókmenntum og menningarmálum fyrir kynningu sem það flytur á nútíma skáldskap og vegna baráttu sinnar fyrir friðsamlegri samvinnu þjóða. En þó að vakin liafi hér verið að tilefni þessa afmælis athygli á kostum Tímaritsins er síður en svo að ritstjórnin sé ánægð með ritið, sjái ekki galla þess og takmarkanir eða hafi ekki oft sviðið sárt að geta ekki gert það betur úr garði og beitt því skarpar í hags- muna- og þjóðfrelsismálum íslendinga eða veitt þar almenningi meiri fræðslu um erlend menningarmál og bókmenntir. í raun réttri verður Tímaritið ekki aðgreint frá annarri starfsemi Máls og menningar, bókaútgáfunni, því að hvorltveggja þjónar sama tilgangi. Tímaritið hefur notið góðs af félaginu, komizt í fleiri hendur en ella, en að öðru leyti hefur félagsgjaldið sem ritið fellur undir verið Tímaritinu fjötur um fót og beinlínis hindrað að það gæti stækkað. Fyrir fimmtán árum þegar Rauðum pennum var breytt í Tímarit Máls og menningar var stigið skref fram á við: ritið gat beitt sér betur með útkomu þrisvar á ári og fylgzt betur með. Nú hefur það í fimmtán ár staðið í stað, enn koma út aðeins þrjú hefti á ári og rúmið alltof þröngt. Þessari stöðnun er illt að una lengur. í stað þess að koma út þrisvar þyrfti það að koma út 6—8 sinnum á ári, en vönduðu tímariti af slíkri stærð er ekki fært að halda hér úti eins og dýrtíð er orðin með lægra áskriftagjaldi en 75 kr. Og þó að stjóm og félagsráð Máls og menningar hafi talið óhjákvæmilegt að hækka í ár félagsgjaldið upp í 100 kr. gefur sú hækkun ekki möguleika til að fjölga heftum Tímaritsins heldur er að- eins til að vega upp á móti síaukinni dýrtíð. íslenzk þjóð er stödd í aukinni Iiættu. Æ fleiri málgögn svigna eða gefast upp fyrir þunga hernámsins. Undanhald er á flestum sviðum. Verkalýðurinn einn herðir mótspyrnu. Tímaritið hvetur til baráttu með verkalýðnum, heitir á rithöfunda og menntamenn til sam- stöðu með verkalýðnum sem er forustusveit þessarar aldar. íslenzk þjóð á kröfu til að menntamenn hennar standi sig, að þeir svigni ekki, gefizt ekki upp, heldur taki upp hug- aðri baráttu gegn hernámsöflunum sem allt afturhald í landinu styður sig við. Tímarit Máls og menningar er hér skylt til forystu. Vinir Tímaritsins! hvaða tillögur hafið þið að gera á 15 ára afmælinu um eflingu þess og stækkun, fjölgun hefta upp í 6—8 á ári? Ritstjórnin og Mál og menning þakkar þeim rithöfundum, skáldum og menntamönnum sem gert liafa Tímaritið að því sem það er, þakkar umboðsmönnum og hinum fjölmörgu lesendum og vinum óslitna tryggð. Kr. E. A. 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.