Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 17
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Minniskompa úr Bæheimi og Slóvakíu
AÐ var ánægjulegt að eiga þess
kost að vitja aftur Tékkóslóvakíu
eftir átta ár, hitta gamla vini og eignast
nýa. Nokkrir hinna eldri eru nú á bak
og burt og saknaði ég þeirra; tel ég
þar fyrstan minn góða vin Zdenek
Nemetsék rithöfund og hagfræðíng,
sem var sendiherra lands síns í Dan-
mörku 1945—1948, en hann ferðað-
ist um ísland 1947 og skrifaði bók
um ferð sína hér, Islandské dopisy,
1948; hann var hægrikrati í stjórn-
málum og sagði lausu embætti sínu
skömmu eftir að skift var um stjórn-
arhætti í landinu 1948, dvelst nú í
Kanada. Svipuðu máli gegnir um
hinn ágæta fræðimann, dr. Emil Wal-
ter, sem þýddi Eddu á tékknesku.
Hann kastaði frá sér sendiherraem-
bætti er honum hafði þá nýlega verið
falið á íslandi og í Noregi, og sögðu
mér sameiginlegir kunníngjar í Prag,
að það mundi hafa gerst meira af
fljótfærnisökum en stjórnmálaástæð-
um. Dr. Kúsjka, fyr skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu í Prag, og
sendiherra á íslandi og í Noregi eftir
dr. Walter, mikill lærdómsmaður og
ákaflega trygglyndur vinur, er nú lát-
inn.
í Tékkóslóvakíu hafa menn laung-
um gert sér títt um bókmentir og
menníngu af Norðurlöndum þó raun-
rétt þekkíng þeirra á þessum hjara
hafi eigi náð til íslands nema að
óverulegu leyti. Mér hefur virst að
þar hafi þó bæði fyr og síðar meir
brostið nauðsynleg hjálpargögn en
góðan vilja. Fáar þjóðir, og kanski
eingin þegar þjóðverja líður, hafa
gert sér far um að snúa á túngu sína
norðurlandabókmentum svo mjög
sem tékkar. Manni dettur stundum í
hug að hneigð þeirra fyrir norrænan
anda hafi sprottið af laungun til að
seilast útyfir þýskt menníngarsvið, í
blóra við Þýzkaland, taka saman
höndum við þ j óðflokka sem þeim væri
geðfeldari miðlar germansks hugsun-
arháttar en þjóðverjar sjálfir, eða að
minsta kosti hættuminni frá stjórn-
málasjónarmiði. Nema það hlýtur að
7