Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kbemnitska. Grafreitur slóvaks sveitafólks sem þýskir fasistar skutu. mér að svo megi að kveða sem tvent sé fólki þessu jafnan efst í hug. Annað er áhugi á því að efla svo þjóðfélags- skipunina að hverjum manni gefist kostur að njóta ríkulegs siðmenníng- arlífs; að framfarir í iðnaði og bú- skap mættu margfaldast frá því sem er, og landið ná þeirri stöðu í versl- unarkerfi heims sem því ber að hafa eftir mentun og verkmenníngu lands- búa; svo og að þjóðin nái menníngar- legum samskiftum með frjálsum og náttúrlegum hætti, sem veitandi og þiggjandi, við önnur lönd, án tillits til hvaða hagfræðikerfi eða stjórn- málahugmyndum þau kunna að lúta. En samfara jákvæðri stjórnar- stefnu og vinsamlegu hugarfari gagn- vart öðrum þjóðum leynist stöðugt með þjóðinni ótti við það að óaldar- flokkar úr Þýskalandi, hefnigjarnir arftakar Hitlers, hefjist og verði efld- ir á nýaleik með vopnum og herbún- aði að fara enn á hendur nágrönnum sínum til þess að ræna þá eignum og lífi; en þá iðju hefur þýskt illþýði, sem vér munum hér nefna aðeins hernaðarsinna, stundað í Tékkósló- vakíu og öðrum slafneskum löndum bæði fyr og síðar. Þýskir hernaðar- sinnar héldu Tékkóslóvakíu síðast frá 1938 til 1945, skírðu þá landið upp og kölluðu Das Protektorat, eyddu margar bygðir og myrtu ógrynni fólks, einkum varnarlaust fólk, kven- menn og börn; því hernaðarsinnar eru ævinlega hugprúðastir að drepa þess konar fólk; meðal annars drápu þeir í morðverksmiðjum 315.000 tékkneska einstaklínga sem þeir töldu vera „ekki ariska“ (!) Skelfíngin við þýska hernaðarsinna er sameign allr- ar Evrópu, en þó óvíða meiri en hjá nágrönnum þeirra í austri, enda er þess skemst að minnast er þýskir hernaðarsinnar myrtu tuttugu milj- ónir saklausra manna í löndum þess- um. Þó munu aungvir vera hræddari en þjóðverjar sjálfir við að þetta ill- þýði hefjist á nýaleik í landi þeirra. Á allrasálnamessu ók ég ásamt tveim slóvöskum vinum um dali og undirhlíðar Tatrafjalla. Við komnni 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.