Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Kbemnitska. Grafreitur slóvaks sveitafólks
sem þýskir fasistar skutu.
mér að svo megi að kveða sem tvent
sé fólki þessu jafnan efst í hug. Annað
er áhugi á því að efla svo þjóðfélags-
skipunina að hverjum manni gefist
kostur að njóta ríkulegs siðmenníng-
arlífs; að framfarir í iðnaði og bú-
skap mættu margfaldast frá því sem
er, og landið ná þeirri stöðu í versl-
unarkerfi heims sem því ber að hafa
eftir mentun og verkmenníngu lands-
búa; svo og að þjóðin nái menníngar-
legum samskiftum með frjálsum og
náttúrlegum hætti, sem veitandi og
þiggjandi, við önnur lönd, án tillits
til hvaða hagfræðikerfi eða stjórn-
málahugmyndum þau kunna að lúta.
En samfara jákvæðri stjórnar-
stefnu og vinsamlegu hugarfari gagn-
vart öðrum þjóðum leynist stöðugt
með þjóðinni ótti við það að óaldar-
flokkar úr Þýskalandi, hefnigjarnir
arftakar Hitlers, hefjist og verði efld-
ir á nýaleik með vopnum og herbún-
aði að fara enn á hendur nágrönnum
sínum til þess að ræna þá eignum og
lífi; en þá iðju hefur þýskt illþýði,
sem vér munum hér nefna aðeins
hernaðarsinna, stundað í Tékkósló-
vakíu og öðrum slafneskum löndum
bæði fyr og síðar. Þýskir hernaðar-
sinnar héldu Tékkóslóvakíu síðast frá
1938 til 1945, skírðu þá landið upp
og kölluðu Das Protektorat, eyddu
margar bygðir og myrtu ógrynni
fólks, einkum varnarlaust fólk, kven-
menn og börn; því hernaðarsinnar
eru ævinlega hugprúðastir að drepa
þess konar fólk; meðal annars drápu
þeir í morðverksmiðjum 315.000
tékkneska einstaklínga sem þeir töldu
vera „ekki ariska“ (!) Skelfíngin við
þýska hernaðarsinna er sameign allr-
ar Evrópu, en þó óvíða meiri en hjá
nágrönnum þeirra í austri, enda er
þess skemst að minnast er þýskir
hernaðarsinnar myrtu tuttugu milj-
ónir saklausra manna í löndum þess-
um. Þó munu aungvir vera hræddari
en þjóðverjar sjálfir við að þetta ill-
þýði hefjist á nýaleik í landi þeirra.
Á allrasálnamessu ók ég ásamt
tveim slóvöskum vinum um dali og
undirhlíðar Tatrafjalla. Við komnni
18