Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 30
ÞORSTEINN VALDIMARSSON
I
Vopnbitnir, eldbitnir, hlið viS hlið,
vér hnigum ei óðar að fold
en herkvöð oss bæri í hornsins þyt
að hlustum hin gnötrandi mold.
Hvílík er, bræður, vor bið og þraut —
vér biðum fró örófatíð
lifandi og dauðir vors lausnardags,
að linni vor hjaðningastríð.
Vopnbitnir, frostbitnir, hlið við hlið,
vér hvílum í lémagna ró,
kvikir í yður, vort upprisna hold,
sem ákall vort heyrið ei þó.
Enn þýtur hið bölvæna hildarhorn,
er heimti' oss frá örófatíð
aftur að heyja, ógnum fyllt,
í yður vor hjaðningastríð.
Frostbitnir, eldbitnir, hlið við hlið,
vér hvessum úr gleymdra val
ófreska sjón um urðar hyl
og öld þá er koma skal.
Hví dylst þá allt líf síns lokadóms —
sjá, laus fer hinn bleiki hyr,
og af afli hans er hornið þeytt
með hljómi sem aldrei fyr.
20