Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Blaðsíða 32
CHRISTOPHER FRY
Ætlar konan að deyja?
Gamanleikur
Persónur: Dýnamene, Dótó, Tegeus - Krómis
Svið: Gröf Virilíusar, í nágrenni Efesus; nótt
GRÖf neðanjarðar. Það er dimmt inni að öðru en því að mjög dauja skímu
leggur aj olíulampa. Ojanjarðar sést röð af trjám í tunglsljósinu, í þeim
lianga nokkur lík. Tunglskinið lýsir einnig upp hlið og það efsta af þrepunum
sem liggja niður í dimmu grajarinnar. DÓTÓ talar við sjálja sig í myrkrinu.
DÓTÓ. Myrkrið er ekki annað en meinlaus dagur
i svörtum klæðum. Er mér þá nokkuS til atna?
Draugar eru hégómi og hjóm. Hégómi og hjóm.
Ég get hugsaS um margt. Ég biS aSeins um eitt,
kæra Afródíte, hættu aS láta mig hugsa
um karlmenn. Ég hef notiS míns síSasta manns
og þakka ySur. Ég þakka þér fyrir. GeSfelldur var hann,
angaSi af súru grasi og safnaSi filabeinstöflum.
Ugla vœlir í nálœgð.
Ó Seifur! Ó einhver af guSum, hvar skyldi olían vera?
Prómeþeifur færSi okkur eldinn. Ég þakka.
Ætli ég aS deyja, er bezt aS sjá til aS deyja.
Hún hellir olíu á lampann. Loginn blossar upp og varpar skœrum
bjarma á DYNAMENE, sem hallast sojandi að líkbörum, ung og jögur.
ÞaS get ég svariS, aS heldur vildi ég sofa
hjá sköllóttum býflugnabónda í velktum skóm
en fasta í fleiri daga, þyrsta og gráta
í gröf. Þetta átti ég ekki aS segja. Ég læt
sem ég heyri ekki til mín. En lífiS og dauSinn
rífast og bítast í hjónarúmi heimsins.
22