Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að mér kann að þykja hann Kerberus skrýtinn í fyrstu.
Og samt veit ég vel hvað þér hugsið, háttvirta frú.
Þér haldið hann muni falla í freistni í Hades.
Mér stæði á sama. Hann unir þá hag sínuin betur.
DÝNAMENE grælur.
Það væri ekki annað en gaman. Varla dregur liann
skuggana á tálar.
DYN. Framtíðin brosti við honum.
Hann hefði orðið sá bezti borgarstjóri
sem bærinn gat eignazt, og reglusamastur allra.
Hann var svo stundvís að hægt var að setja sjálfa
sólina eftir honum. Og daglegar venjur hans voru
sú hringrás sem enginn í heimi gat staðizt. En hver
í undirheimum ætli meti það nokkurs?
0 Virilíus minn! — að vcra uppgangsmaður
og liverfa á brott — það er verra en tárum taki.
Því léztu mig eina eftir hjá framgirni vorri
eins og kött í lirundu húsi? Þú vænlegi maður,
því móðgaðir þú mig með því að deyja! Virilíus,
nú á ég ekkert blóm nema í keri
í gröfinni.
DÓTÓ. Æ vesalings húsbændur! Herra og frú!
Mætti ég líka leyfa mér að gráta
sjálfrar mín vegna? Ég veit, frú, að yður er sama.
Ég hef fastað í tvo daga og mér dettur í hug
búsáhaldabúðin hans frænda uppi í sveit —
fuglar úr alabastri, pottar, krúsir og pönnur.
Maður getur hlegið sig dauðan að honum. Ó frú,
er það ekki sorglegt?
Þœr grála báðar.
DÝN. Ég skil ekki ég skyldi leyfa
þér að deyja úr sorg vegna mín. Dótó, það leggur
inér hræðilega ábyrgð á herðar. Áttu ekki sjálf neina sorg
til að deyja úr?
DÓTÓ. Nei, eiginlega ekki, frú.
DÝN. Enga?
24