Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dýfir kvöldrauðri hendi í óslygna ána
niður við Akkeron. Ég er einmana,
Virilíus. Hvar er þitt stundvísa auga
og hvar er varkár röddin sem gat
látið efnahagsreikninga hljóma eins og Hómer
og Hómer sem reikninga? Eða hnitmiðun hreyfinganna,
ástúðlegur hlátur þinn og hátíðaskapið fræga?
Horfið úr þessum heimi. Þú varst
málsnilldin sjálf, Virilíus. Þú
útskýrðir allt fyrir mér, jafnvel guðina
sem er þó svo erfitt að skilja. Þú skrifaðir nöfn þeirra
í sjötíu dálka. 0, dásamlega skrautskrift!
Horfið úr heimi, að fullu og öllu. Og ég kenndi þér
á viðkvæmum stundum að virða mig og meta.
Þú sagðir ég væri samstillt, Virilíus,
fagurmótuð og samræm, svolítið móðurleg
lóa, og brúðan þín litla. Og þá gekk ég um gólf
hátíðleg og hrifin og ljómaði öll
eins og sólskin. Sköpunin er óður járnsmiður
sem blæs i aflinn unz stjörnurnar stökkva til himins
og járn tímans er rautt og stjórnmálamenn hvítglóandi
og rætur og laukar snarka og sandurinn þyrlast um ljónið
öskrandi gult, og höfin fyllast af hnísum,
hundfiskum, löngum og blindfiskum
sem vart eru til; það blæðir úr strjúpum og snilldarverk
birtast, byltingum og ríkjum
er lireytt út í vindinn — og allt er horfið
ineð Virilíusi einum, sem klæddist embættiskyrtli
og aðgætti auradálkinn um leið og hann hvarf.
Hvar er nú fjör, og hver vill ganga í dansinn?
Brostið er auga hins eineygða heims.
Hún grœtur.
DÓTÓ. Ég ætla að reyna að syrgja svolítið líka.
Það tæki víst drjúgan tima að læra að syrgja
hátt og lengi. Ég vildi ég gæti hugsað
um þessa pilta án þess að fara að hlæja.
Ég er alveg vonlaus. Ég gaf reyndar ágæta skó
26