Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 37
ÆTLAIl KONAN AÐ DEYJA
í gáningsleysi, en það er allt annað mál —
ég er víst búin að óskapast nóg út af þeim.
Vesalings húsbændur.
TEGEUS gengur um hliðið og upp á efsla þrepið.
TEGEUS. Hvað amar að yður?
DÓTÓ. Ó!
Ó! Ó, karlmaður. Og ég sem hélt þetta væri
eitthvað hættulegt. Þeir eru ekki myrkfælnir þessir
karlmenn. Hvað er að, áttu erfitt með svefn?
TEG. Heyrðu —
DÓTÓ.
Mundu að þú ert niðri í gröf. Þú mátt til að fara.
Frúin er vant við látin.
TEG. Hvað, hérna?
DÓTÓ. Hún er að deyja.
Og við báðar.
TEG. Hvað er um að vera?
DÓTÓ. Sorg.
Ertu nú ánægður?
TEG. Alls ekki. Veiztu
hvað tímanum líður?
DÓTÓ. Nei, ég hirði ekki hót.
Við erum á enda með það. Vertu nú vænn og farðu.
Ef við getum aldrei losnað við karlmenn
þá er til einskis að deyja.
TEG. Hún er tvö um nótt.
Ég spyr bara eins, hvað eruð þið konur að gera
niðri í gröf og liðið að óttu?
DÓTÓ. Sérðu ekki hún grætur?
Eða er hún sofnuð? Hún er að minnsta kosti
að búa sig undir að hitta manninn sinn aftur.
TEG. Hvar?
DÓTÓ. í undirheimum, góði maður. Veiztu ekki neitt
um lífið og dauðann ?
TEG. Jú, að vissu leyti.
Eg þekki undirstöðuatriðin. Ætlar konan að deyja?
DÓTÓ. Já, úr ást; þessi fagra, kynlega kona.
Þei
27