Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
TEG. Kynlega? Nei,
ég hef sjálfur hugsað svipað. Dauðinn er einskonar ást.
En ég get ekki skýrt það.
DÓTÓ. Þú ættir að koma inn
og setj ast.
TEG. Ég þakka.
DÓTÓ. Komdu. Það er hvort eð er
mitt síðasta færi á félagsskap, í þessu lífi,
á ég við.
TEG. Ætlar þú líka að deyja?
DÓTÓ. Ojá, það segi ég satt. En ég get ekki skýrt það.
Það byrjaði fyrst þegar frúin sagði að hver maður
væri í rauninni tveir menn, þó ég sæi aðeins einn,
ég meina, einn í einu. Hann virðist hafa sál
ofan á öll önnur mein. Og ég vil fegin vita
allt um karlmenn. Ég er ósköp forvitin,
svo ég segi eins og er.
TEG. Til þess þarf kjark.
DÓTÓ. Bæði já og nei. Ég er nýjungagjörn.
TEG. Má ég
snæða kvöldverð hér?
DÓTÓ. Já, en væni, gættu vel
að molunum. Músatíst þolum við sízt af öllu
á meðan við erum að deyja.
TEG. En hvað hún stundi sáran.
Það var eins og hægfara halastjarna úti í geimnum.
Nú er hún myrkvuð að nýju. Móðir mín góð.
Hvað hefur þessu farið fram lengi?
DÓTÓ. í tvo daga.
Þeir væru orðnir þrír ef frúin hefði ekki í fyrstu
átt í brösum við bæjarráðið. Þeir sögðu
að gröf mætti ekki gera að einkabústað.
En frúin kvaðst ekki ætla að neyta neins hér,
heldur aðeins þjást, og þá virtist allt vera í lagi.
TEG. Báðar tvær. Það er furðulegt. Hvern hefði getað grunað
að ég ætti eftir að kynnast öðrum eins býsnum?
28