Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 41
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
hverjum minnsta vindblæ, og neyða mig þó til að standa
fimm tíma í einu á verði.
DÓTÓ. VíniÖ er runnið
niður í kné mér.
TEG. Og upp í kinnar þér líka. Þú ert
frísklegri að sjá. Ef hún aðeins —
DÓTÓ. Frúin ? Það gerir hún ekki.
A ég að spyrja hana?
TEG. Nei, nei, nefndu það ekki.
Það eru hlunnindi og liapp að vera svo nærri
þeim sem er óspilltur, heill og laus við
tál og glapsýnir; það er fögur fyrirmynd
öllum sálum, band til að binda um óstýriláta
lokka lífsins, trú, von, Seifur,
já, í sannleika fagurt og ágætt. Ég er maður
og þetta er mannleg tryggð, og við getum verið hreykin
og hafnað allri heimspeki.
DÓTÓ. Mig langar til að dansa,
en fæturnir vilja ekki hlýða.
TEG. Nei, nei, dansaðu ekki,
nema ef vera skyldi í anda; ekki dansa, gráttu
aftur. Við skulum grafa síki af tárum
í kringum ástarkastala hennar og frelsa
heiminn. Það er ætíð nokkuö, já meira en nokkuð,
það er endurfæðing að sjá kinnar manns
verða fölar sem fönn.
DÓTÓ. Elskaröu mig vinur?
TEG. Loksins sé ég líf sem er heilsteypt og satt!
DÓTÓ. Sagðirðu já?
TEG. Já sannarlega; nú elska ég alla menn.
DÓTÓ. Églíka.
TEG. Og veröldin er væn á ný.
Ég var farin að halda að hún væri ryð og raki
og fúi, eða eins og himininn hefði þrumað
hringsnúið guÖlast með útsýn yfir sveitir
annað veifið. Ég var alveg að því kominn
að gerast sjálfboðaliÖi handan hafsins. Sá sem
31