Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
örvænlir ytra ber hlýjan hug til átthaganna.
Þvílík heilindi, drottinn minn!
DÓTÓ. Ég elska allan heiminn
og eplið sem rennur niður kverkar þér.
Ætlarðu ekki að kyssa mig? Það er áreiðanlega bezt
að halda rakur til Hades.
TEG. Leið hennar
ljómar af sorg.
DÓTÓ. Þá ætla ég að fá mér
svolítinn teyg. Ég elska alla menn,
alla, jafnvel þig, og ég skyldi skreyta
hjálminn þinn með dýrlegu geitnalaufi
ef það aðeins yxi hérna. Ég bið forláts.
DÝN. Hver er þetta, Dótó?
DÓTÓ. Geitnalauf, frú. Vegna býflugnanna.
Reynið að sofna aftur, frú.
DÝN. Hver er þessi maður?
DÓTÓ. Já ég skil hvað þér meinið, frú. Það er einhver
liðþjálfi, og talar við sál sína, á fimm tíma vöku,
með sex líkama. Hann var að ljúka við kvöldverðinn, frú.
TEG. Ég fer. Það er háborin skömm að við skyldum ónáða hana.
DÓTÓ. Það gladdi hann mikið að sjá yður syrgja, frú.
Það aftrar honum frá að fara úr landi.
DÝN. Með sex líkama?
Boðberi og fylgdarmaður á vegum dauðans.
Ef til vill kemur hann til þess að vísa okkur leið
út úr óhrjálegum úthverfum lífsins, skuggi
og dularvera sem syndir móti stríðum straumi
tára minna (til þess þyrfti hann reyndar
marga limi) og leiðir mig til Virilíusar.
Ég fylgi honum, hægt og hljóðlega.
TEG. Ég sver og sárt við legg —
Hvílíkur klaufadómur, hvílík níðingsleg
áleitni. Ég skal afmá sjálfan mig
á svipstundu.
DÓTÓ. Afmá — æ, hvaða vandræði, að afmá.
Afsakið. Leyfið honum það ekki, þessum laglega pilti.
32