Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
TEG. 0 saga. mín einkasaga, hvers vegna
leiddir þú mig hingað? Hver er sú smán sem blettar
stjörnur mínar? Því var það ekki hann bróðir minn?
Hann er maður sem misskilur alla
og líkar það mætavel. Því var það ekki hún móðir mín?
Hún safnar saman tárum annars fólks
og þurrkar þau öll með tölu. Ég óska þær gleymi að ég kom;
og hvíli áfram í sorgarkrystallinum svarta
og geigvænlega sem ég braut í sundur. Út, Tegeus.
DÓTÓ. Hæ, ég held nú síður. Komdu niður aftur,
einkennisbúningur. Þú skalt ekki halda að þú fáir
að hálfdrepa varnarlausa konu og svíkjast síðan á burt.
Heldurðu að þú getir farið frá henni svona?
TEG. Já, já, ég fer frá henni. Ó, háu guðir,
hvernig get ég gert það? Mél fegurðarinnar er milli tanna mér.
Hún bætti á mig nýrri kvöl. Það er botninn
á botni Hadesarheims.
DÓTÓ. Frú, frú, liðþj álfinn
er með dálítið af vini. Það ætti að pipra yður upp.
Og síðan getið þér lagt til atlögu við hann aftur, frú.
TEG. Það er andstætt öllu sem þið hafið sagt,
ég sver það. Ég sver við Horkos og Stýx,
ég sver við níu ekrur Titýosar,
ég sver hinn svæfandi eið, og við alla títana —
við Kojos, Kríos, Japetos, Krónos, og svo framvegis —
við hundraðhendu þursana þrjá, við svefnleysi
Tisifónu, við Júpiter, já, við döggina
á fótum mér í bernsku — ég er saklaus
af því að draga dár að yður. Er ég þá einhver Salmóneus
fyrst sorgarbálið —
DÝN. Þér þurfið ekki að reyna þessi ósköp á yður
til að sanna að þér hafið gengið í skóla.
Ef til vill dró ég ranga ályktun, ef til vill var ég
of fljótráð.
DÓTÓ. IJað er lítill vandi fyrir menntaðan mann að sverja.
Gerði hann það ekki fallega, frú? Forlátið.
34