Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 45
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
DÝN. Hafi ég misvirt yður
bið ég yður að afsaka. Viljið þér vera svo vænn að fara?
Þér áttuð ekki að koma. í sorgarhúsi
er ljósið sjálft leiður gestur; þar á enginn
inngöngurétt nema tákn dauðans,
hrafninn, sá ljóti gljásvarti líkfugl sem spáir
illu einu, dauðingjabjallan sem hæðist að
tímanum, og því miður umfram allt kóngulóin
sem vefur sér heimili úr hröðum banvænum þráðum
og spinnur þá sjálf; og maðkurinn, sem nærri má geta.
Eg óska það væri á aðra lund. Ó guð minn góður,
það er ekkert spaug að búa með þeim.
DÓTÓ. Frú, aðeins örlítið tár?
DÝN. Hérna, Dótó?
DÓTÓ. Eða ef til vill úti á tröppum,
en þar er of súgsamt.
DÝN. Dótó, hérna?
DÓTÓ. Nei, frú,
auðvitað ekki.
DÝN. Ég held það væri hollt að styrkja sig
undir nýja föstu; því færari verð ég um að syrgja
af heilum hug. Ég ætla að lykta af því, Dótó.
DÓTÓ. Guði sé lof. Hvar er flaskan?
DÝN. Þetta er konungleg krús.
TEG. Á friðartímum fáum við tilsögn í kerasmíði.
DÝN. Er hún yðar eigin smíð?
TEG. Já, sjáið þér mynstrið?
Guðinn færður í fjötra sólargeislanna,
og forviða skipið sem brýtur sér leið
gegnum vínviði og lauf, pýramídar úr þrúgum
sem standa á höfði, hendur víkinga á lofti,
og hér er sjórinn sjálfur og ólgar og freyðir
um vafningsviði og runna, óg skeggið á Prótevs
flaksast í storminum, og þetta
er drukknaður sjómaður borinn uppi af öðrum-------
DÝN. Ætíð, að eilífu.
35