Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 47
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
DÓTÓ. Ó, þér, frú.
DÝN. Ég skal segja yður hvað ég geri.
Ég ætla að skála við yður í minningu mannsins míns,
af því ég var stutt í spuna, en þér eruð vænn,
og af því ég er ákaflega þyrst. Og síðan skulum við
kveðjast og skilja, og halda í andstæðar áttir og rotna,
í heiminum og í gröfinni.
TEG. Hæsta stig sýninnar.
DÝN. (drekkur) Skál fyrir manninum mínum og öllu sem hann var.
TEG. Er.
DÝN.
TEG. Hans skál.
DÓTÓ. Húsbóndans skál.
DÝN. En hvað það er gott.
Það syngur við hálsinn og hjalar eins og lækur á sumri.
TEG. Það hefur tvíþætt eðli, vetur og varma í senn,
mána og engi. Eruð þér sammála?
DÝN. Já,
klukka sem ómar svalt á sælli árstíð.
TEG. Krystalskær um sláttinn.
DÝN. Eða næturgali
í aldintré, þrunginn ekka.
TEG. Um miðja nótt á aldurhnignu hausti.
DÓTÓ. Þrúgur. — Forlátið. Enn er dálítið eftir.
TEG. Mikið.
Skál fyrir minningu mannsins yðar.
DÝN. Eiginmannsins.
DÓTÓ. Húsbóndans.
DÝN. Hann hirti ekki um að velja sér beztu vínin.
TEG. Og þó
er það mikilvægt að lífi mannsins sé haldið
í réttu jafnvægi. /
DÝN. Er það ekki sönn ráðgáta
að örlítill vökvi með ilmi, gæðum og bragði
skuli vera ólíkur öllu öðru og orka á hugann
eins og söngur hljómi í djúpum dal um sláttinn
Er
37