Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sófistar, stóumenn, platóningar eða eitthvað annað,
heldurðu þá að til séu ófrjó og arðlaus
svæði í sálinni, eða smánuð eða blind?
DÝN. Ja, það veit ég ekki.
TEG. Nei. Um það verður
ekkert sagt. Dýnamene, ætti ég aðeins
tvo hleifa úr bankabyggi og hunangsvatn
þá gæti ég fylgt þér til Hades, fært þig manninum þínum
og horfið aftur til heimsins.
DÝN. Metnaðargirnin
er eflaust ein þeirra fýsna sem einkennir karlmenn.
Hvernig skilgreinir þú hugtakið?
TEG. Sem þrá lil að finna
tilgang í lífinu.
DÝN. En setjum svo að það leiði,
eins og oft ber við, á einhvern hátt til dauðans?
TEG. Þá kann það að vera tilgangur lífsins. 0, en hvernig
gæti ég snúið aftur, Dýnamene? Sólarljósið sjálft
yrði mér gröf ef ég skildi þig eftir
í niðdimmri nótt undirheima.
DÝN. Ó, Krómis —
TEG. Segðu mér
hvað heldurðu um framvinduna? Er hún til dæmis
til? Er nokkur framför án afturfarar?
Og er það þá ekki helber fjarstæða að halda
að mannkyninu fari sífellt fram?
Sé efniviðurinn bættur, hnignar hagleiknum um leið,
en heiður og dyggðir eru söm og áður. Ég elska þig,
Dýnamene.
DÝN. Alítur þú að við snúumst stöðugt í hring?
TEG. Við erum eins og dragspil og drögum andann
sífellt dýpra; því meir sem við þenjumst út,
því lengri er leiðin inn aftur.
DÝN. Sá tími kemur
að það verður óbærilegt að halda áfram.
TEG. Óbærilegt.
DÝN. Ef til vill hefðum við gott af
42