Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Síða 53
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
að íá okkur Lita. Augu þín eru orðin svo hvöss
af völdum vínsins að ég áræði varla að anda.
Ég held það séu augun; eða vitsmunir þínir
sem halda mínum vitsmunum hátt á lofti
í höndum sér. Eða sniðið á búningnum þínum.
TEG. Hér er ný hunangskaka. í guðanna nafni reynum
að verða algáð aftur.
DÝN. Eins fljólt og við getum.
TEG. Hefurðu nokkra
hugmynd um bókstafareikning?
DÝN. Tölum um þig, Krómis.
Við skulum tala um þig, unz orðin tóm eru eftir.
TEG. Mig? Ég vildi auðvitað ekki ræða neitt fremur
nema — ef það er ekki frekja — þig, Dýnamene.
DÝN. Nei, það er af og frá. En bernskusveitin þín, Krómis,
með fjöllunum sem þú segir að búi að eilífu
í sál þér, hvar er hún?
TEG. Faðir minn bjó í Pýxa.
DÝN. Þar? Getur það verið?
TEG. Ég fæddist upp til fjalla
meðan hlé varð á skúrum, stundarfjórðungi fyrir mjaltir.
Þekkirðu Pýxa? Hún teygir sig þangað sem tveir
torfærir vegir mætast, en felst í beykiskógi hið efra.
Þaðan koma hvítar uglur um nætur,
þar hjala og kurra dúfurnar á daginn.
Ég eigna skapgerð mína þessum skuggum
og þungu rótum; og áhuga rninn á tónlist
hreimfögru snöggu falli árinnar ungu
sem brýzt fram úr værri lygnu hjá sóley og sefi.
Það er vissulega satt.
DÝN. Það var vandi þinn að klifra
í veðruðum rústum Frasídemos-turnsins
og leita að býflugnabúum.
TEG. Hvað þá? Hvenær hef ég
sagt það?
DYN. Nú jæja, það gerðu öll börn.
TEG. Já, en í Ijóssins nafni, hvaðan er þér komin þessi vizka?
43