Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 55
ÆTLAU KONAN AÐ DEYJA um skraut og fallegt útlit, ber gömul, lítt sæmileg klæði, gersneydd fjöri og gáska, þunglyndið holdi klætt, ekkert nema skuggi og sér aldrei sólskin í heiði. Fyrirgefðu þó ég segi að þér væri betra að strika yfir stóru orðin. TEG. Gott og vel. Þá er bezt ég þegi. Ég verð óður af viðkvæmni. DÝN. Nú ertu kominn út í öfgar. Auðvitað verðurðu að tala. Þér býr eflaust meira í brjósti. Auk þess gæti þögnin hæglega hlaupið með þig í gönur svo þér láist að segja það sem þú átt að segja. Og hverju ætti ég svo að svara? Krómis, drengurinn minn, ég get ekki haft af þér augun. Þú færir þér lampabirtuna og tunglskinið svo laglega í nyt að maður horfir hugfangin á rákirnar í andliti þér. Ég sé glettinn plógmann arka aftur og fram um enni þitt og frjóar kinnar, og blístra á hesta sárrar sorgar. Hlæðu mín vegna. Hefurðu nokkurntíma grátið vegna konu? TEG. Þegar ég leitaði þín. En ég komst brátt að því hvernig þær voru. DÝN. Og hvernig voru þær? TEG. Aldrei eins og þú; aldrei, þótt þær lifi í björtum heiðri í löngu minni allra karlmanna, aldrei þú, ekki minnsti vottur eða nokkur líking — í hæsta lagi örveikt endurskin, týndar og hverfular stjörnur í hafi, miðað við ljómandi saltið, við sólirnar, vetrarbrautina, skínandi kornin sem þyrlast um þreskigólf rúmsins, óendanlegt og dimmt. Viltu reyna það á þig að trúa þessu? DÝN. Nei, enga áreynslu. Það Iyftir mér og ber mig uppi. Það er kannske ólmt og tryllt, en það tekur mig með töfrum, líkt og örugg von og nærist á hjarta mínu, kæri Krómis, fáránlegi, fráleiti Krómis. Þegar þú ert nærri þrái ég að vera eins fögur og mér er framast unnt. 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.