Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 55
ÆTLAU KONAN AÐ DEYJA
um skraut og fallegt útlit, ber gömul, lítt sæmileg klæði,
gersneydd fjöri og gáska, þunglyndið holdi klætt,
ekkert nema skuggi og sér aldrei sólskin
í heiði. Fyrirgefðu þó ég segi
að þér væri betra að strika yfir stóru orðin.
TEG. Gott og vel. Þá er bezt ég þegi. Ég verð óður
af viðkvæmni.
DÝN. Nú ertu kominn út í öfgar. Auðvitað
verðurðu að tala. Þér býr eflaust meira í brjósti.
Auk þess gæti þögnin hæglega hlaupið með þig í gönur
svo þér láist að segja það sem þú átt að segja.
Og hverju ætti ég svo að svara? Krómis, drengurinn minn,
ég get ekki haft af þér augun. Þú færir þér
lampabirtuna og tunglskinið svo laglega í nyt
að maður horfir hugfangin á rákirnar í andliti þér.
Ég sé glettinn plógmann arka aftur og fram
um enni þitt og frjóar kinnar, og blístra
á hesta sárrar sorgar. Hlæðu mín vegna. Hefurðu
nokkurntíma grátið vegna konu?
TEG. Þegar ég leitaði þín.
En ég komst brátt að því hvernig þær voru.
DÝN. Og hvernig voru þær?
TEG. Aldrei eins og þú; aldrei, þótt
þær lifi í björtum heiðri í löngu minni
allra karlmanna, aldrei þú, ekki minnsti vottur
eða nokkur líking — í hæsta lagi örveikt
endurskin, týndar og hverfular stjörnur
í hafi, miðað við ljómandi saltið, við sólirnar,
vetrarbrautina, skínandi kornin sem þyrlast
um þreskigólf rúmsins, óendanlegt og dimmt.
Viltu reyna það á þig að trúa þessu?
DÝN. Nei, enga áreynslu.
Það Iyftir mér og ber mig uppi. Það er kannske ólmt og tryllt,
en það tekur mig með töfrum, líkt og örugg von
og nærist á hjarta mínu, kæri Krómis,
fáránlegi, fráleiti Krómis. Þegar þú ert nærri
þrái ég að vera eins fögur og mér er framast unnt.
45