Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 57
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
„Var allt sem ég kenndi henni um ást (myndi ég segja) svo fánýtt
að hún kýs að skilja við holdið og breytast í skugga?"
„Var ekki ást okkar (segði ég ennfremur)
þrungin lífi, og lífið þrungið ást?
Gott; endurtak mig í ást, endurtak mig í lífi,
og lát mig syngja í blóði þínu um allan aldur“.
DÝN. Hættu, hættu, annars fer ég vill vegar!
Hví vilja örlögin aftra mér frá
að deyja með sæmd? Þeir hljóta að vera orðnir
leiðir á sæmdinni á Ódáinsakri. Það er uggvænlegt, Krómis,
ef tvö andstæð noröurskaut togast á um hug manns.
Öll vera mín er eins og iðustraumur.
Hringsnýst ég í raun réttri, eða er það ekki annað en grunur?
TEG. Þú ert kyrr, kyrr eins og myrkrið.
DÝN. Það sem sýnist
er ólíkt því sem er. Og það sem er vitfirring
þeim sem einungis athuga, er oft vizka
í augum þeirra sem reyna.
TEG. Er nokkur nauðsyn
að ræða þetta mál?
DÝN. Já, hvernig gæti ég horfið
til vina minna á ný? Og verða alstaðar að athlægi?
TEG. Frestum því til morguns. í nótt verð ég að kyssa þig,
Dýnamene. Við skulum sjá hvað hringiðan aðhefst
í örmum mínum, og hvernig hún þyrlast um brjóst mér.
Ó, ástin mín. Komdu.
DÝN. Ég dvel þar áður en ég nálgast þig; líkami minn
kemur aðeins á eftir til að sameinast þránni
sem þegar vefur þig örmum. -—■ Nú er ég aftur orðin
ein og heil.
TEG. Mér er innanbrjósts eins og guðum:
Þetta er lífsreynsla þeirra, en einskis manns:
Þannig stöðva þeir ódauðleikann og auðgast
að tíma. Ó líf, ó dauði, ó líkami,
ó andi, ó Dýnamene.
DÝN. Ó allt sem er mitt;
það þráir svo ákaft allt sem er þitt,
47