Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
yndið mitt, ústljúfi Krómis. Síðan verð ég sjálf
að sköpun.
TEG. Þú átt skýin og himininn; þaðan
steypir þú yfir mig stormskúrum fegurðar þinnar.
Er það rétt sem sagt er að við séum sköpuð úr dufti?
Getur duft með dufti leyst úr læðingi slíka birtu
og aðra eins opinberun þessa heims
í einum líkama? Ég stakk mig á hárinu þínu.
Hví ertu að hrinda mér frá þér?
DÝN. Ég get ekki þolað
allan þennan málm. A að loka mig inni
í vopnabúri?
TEG. Farðu höndum um sylgjurnar og síðan
um mig.
DYN. Enga lijálp, ég skal losa þær allar sjálf.
TEG. Ó tími og þolinmæði! Ég þrái armlög þín aftur.
DÝN. Við eigum heila æfi. Ó Krómis, mundu, mundu
það. Og jafnvel að losa um sylgju
er að elska. Og hreint ekki auðvelt heldur. Jæja þá,
þú mátt hjálpa til. Hvaða kraftaverk gerðist, Krómis,
þegar þú gekkst beina braut í myrkrinu þangað
sem ég beið, án þess þú vissir að ég beið?
TEG. Ég sá
lampaljósið. Það var aðeins hið ytra tákn
um máttugan handaburð hamingjunnar.
Ég sá lampaljósið.
DÝN. Hérna? Svo langt frá lífinu?
Hvað leiddi þig svo nærri að þú komst auga á ljósið?
TEG. Seifur,
þá man ég það.
DÝN. Hvað manstu Krómis?
TEG. Ég er á verði.
DÝN. Er svo hlýtt úti að þú þurfir engar brynhlífar?
TEG. Hjartfólgna töfrasjón, ég hlýt að fara út aftur
og líta á þessa pilta. Ég var búinn að steingleyma
allri varðgæzlu.
DÝN. Hvaða pilta, hjartað mitt?
48