Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Side 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
DÝN. Ég heimta
að þú hlýðir mér! Undireins! Dótó!
DÓTÓ. Hér sit ég.
DÝN. Hvað á ég við þig að gera?
DÓTÓ. Virðið mig að vettugi.
Ég þekki mína stöðu. Ég skal deyja hægt og hljóðlega.
Nei, lítið á, liðþjálfinn hefur gleymt herklæðunum.
DÝN. Er hann svona kærulaus?
DÓTÓ. Þessu hefði ég tæpast trúað.
Aumingja pilturinn. Þeir skerða sjálfsagt sæmd hans.
En hann hefur þó ekki, frú, —- hann hefur þó ekki ætlað
að koma aftur?
DÝN. Hann rankar við sér. Hann verður þess var
að hann vantar herklæðin. Hann kemur; víst kemur hann.
DÓTÓ. Ó.
DÝN. Eg veit að hann kemur.
DÓTÓ. Ó, ó.
Var það ekkert annað í nótt? Má ég nú fara, frú?
DÝN. Dótó, ætlarðu að fara?
DÓTÓ. Það er til einskis að aftra mér, frú.
Einhver ósjálfráð hvöt knýr mig oft til að fara. Ég
ætla að fresta dauðanum um óákveðinn tíma.
DÝN. Já, gerðu það,
Dótó. Þangað til seinna. Nú verðurðu að hafa hraðann á.
Ég vil ekki tefja þig frá lífinu augnabliki lengur.
Æ vertu sæl, Dótó.
DÓTÓ. Vertu sæl. Lífið er alveg einstætt,
finnst yður það ekki, frú? Ég bið kærlega að heilsa Kerberusi.
TEGUS kemur inn ajlur. DOTO rnœtir honum á Jirepunum.
Þú gleymdir dálitlu. Guðir, en það tunglskin!
DÝN. Krómis, það er satt; varir mínar eru varla orðnar þurrar.
Tíminn líður að nýju; tómið er aftur rúm;
rúmið á líf á ný; Dýnamene á Krómis.
TEG. Því er lokið.
DÝN. Þú ert veikur, Krómis. Hvítur sem ull.
Komdu, þú hefur flýtt þér fram úr hófi.
52