Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 63
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
TEG. Ég hef andað einni nótt of lengi. Hvers vegna hitti ég þig,
hví í lífsins nafni hitti ég þig?
DÝN. Hvers vegna?
Hvíldu þig í örmum mér; dragðu andann hj á mér.
Vorum við ekki hvort öðru gefin? 0, hjartað mitt,
hvað áttu við?
TEG. Ég á við það að gleðin sé ekkert annað
en móðir ógæfunnar. Hvers vegna varð mér það ljóst
að tryggð þín er sönn harmabót við heiminum,
og hví sá ég á samri stundu að henni varð
að tortíma? Ástin nær á okkur taki
til þess að við sleppum allri stjórn á okkur sjálfum
og verðum auðsveip örlögunum. Ég hefði átt að vita:
að undanlátsemi, en ekki uppfylling, er það
sem veröldin ann oss.
DÝN. Er þetta skiljanlegt, Krómis?
Hjálpaðu mér að skilja. Hvern hittirðu úti á völlum
að þú talar á þessa leið? Elskarðu mig ennþá?
TEG. Hvað gagnar það okkur? Ég hef glatað líki.
DÝN. Líkama?
Einum af sex? Nú jæja, þú ætlar þó varla
að elska mig með þeim; og ekki geturðu varðveitt þá að eilífu.
Eigum við að láta líkama sem er ekki til
komast upp á milli okkar?
TEG. En ég ber ábyrgð á honum.
Ég verð að gera grein fyrir öllu á morgun. Dýnamene,
þú hlýtur að sjá þá ógn sem okkur er búin?
Skyldmennunum gafst tóm til að skera hann niður,
og koma honum undan og grafa hann. Það þýðir
að mér verður stefnt fyrir herrétt. Ég þarf ekki að efast
um dóminn. Ég kem í stað líksins sem vantar.
Ég verð hengdur, Dýnamene! Hengdur, Dýnamene!
DÝN. Nei, það nær ekki nokkurri átt! Þú átt þitt eigið líf, Krómis.
Teg. Síður en svo. Og þess vegna verð ég að stytta mér aldur.
Þegar bezt lætur tökum við lífið að láni,
þegar verst lætur lifum við í hlekkjum. Og ég fæddist ekki
til að öðlast líf, heldur eignaðist lífið mig,
53