Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Qupperneq 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og svo er urn alla. En ég skal gera það að því sem það er.
með því að gera það að engu.
DYN. Þú hræðir mig, Krómis.
Hvað ætlarðu að gera?
TEG. Ég verð að deyja,
þú dans míns hjarta. Ég verð að deyja, deyja,
grípa til sverðsins og láta það skilja okkur að skiptum.
Ég vil ráða mér sjálfur þó mér sé þröngvað lil þess.
Ég ætla að fyrirfara mér.
DÝN. Ó, nei! Nei, Krómis!
Það er hrein vitfirring -—- aðra eins ógn og voða
getur engin tilviljun alið. Hefur þú hengt nokkurn mann?
Á að hengja þig fyrir það eitt að vera ekki hér eða þar?
Á að hengja þig fyrir að týna steindauðum manni?
Auðvitað hefur þá langað að losna við hann,
þeir hefðu ekki hengt hann annars. Nei, þú fárast yfir engu,
og gerir mig óða og uppvæga.
TEG. Það er sjötti kafli, sjöunda grein
í reglunum. Þar er dauðadómur minn.
Ég hef lesið það sjálfur. Og þið mín illu örlög,
fyrst ég lilýt að deyja, vil ég deyja hér, í ást,
efldur af kossi þínum, svo ég megi gnæfa
hátt yfir ætt og stétt. Láttu mig deyja, í drottins bænum,
á öldufaldi lífsins, Dýnamene; leyf mér að vinna
eitthvað sem mér sé sómi að. Hvernig á ég að una dauðanum
ef ég veit að þú sérð mig hanga, kyrktan og nakinn,
í háum beinviði? Fyrst svívirtan, síðan hengdan!
DYN. Er það liðþj álfinn sem mér er ætlað að elska
eða þú? Það ert þú sem ég elska, frá hvirfli til ilja
og að yztu mörkum anda þíns. Hvað á ég að gera
ef þú deyrð? Ég gæti ekki fylgt þér — þú myndir ræða
mig við manninn minn, þið bæruð saman ástir ykkar
og skiptust á andmælum. Hvar ætti ég að dvelja?
Eða á ég að lifa ein eftir, eða finna
nýja uppsprettu ástar, til minningar um
Virilíus og þig?
TEG. Dýnamene,
54