Tímarit Máls og menningar - 01.03.1955, Page 65
ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA
segðu þetta ekki! Fyrst mannlífið er kærulaust
og kalt, látum þá að minnsta kosti ást okkar
óma sem bergmál og geta sér einstæðan orðstír,
eins lengi og tíminn leyfir þér. Þótt þú náir
þeim hæsta aldri, skaltu alltaf minnast mín.
DÝN. Það virðist eins og eilífð moluð í daga og daga.
TEG. Get ég treyst á þig um allan aldur?
DÝN. En Krómis,
þú sagðir sannarlega —
TEG. Sannlega höfum við fundið
að ástríða okkar er ekki dauðleg. Verð ég
að deyja í þeirri trú að hún deyi um leið og ég?
DÝN. Krómis,
þú mátt aldrei deyja, aldrei! Það væri að syndga
gegn sannleikanum.
TEG. Ég vil ekki lifa og láta hengja mig.
Það væri að syndga gegn lífinu. Ljáðu mér sverðið,
Dýnamene. Ó Hades, þegar þú bliknar
þá brestur mig allan kjark. Ég gæti dáið
án sverðs af því einu að sjá þig þjást. Fljótt, fljótt!
Gefðu mér áræðið aftur með vörum þínum,
og ég skal fullnægja síðustu framagirni minni
ineð síðasta kossinum.
DÝN. Ó, nei, nei, nei!
Á ég að blessa og samþykkja brottför þína héðan?
Aldrei, Krómis, aldrei. Kyssa þig og sleppa
þér síðan? Elska þig til þess að afhenda þig dauðanum?
Á ég að láta herréttinn draga dár að mér?
Hverjir eru þeir sem halda þeir geti skipað
sálum að hverfa af jörðinni? Hvers konar agi er það?
Krómis, ástin er sá eini sanni agi
og við höfum numið aga ástarinnar. Við það verðurðu að standa,
þú verður, verður.
TEG. Við eigum einskis úrkosta. Það er ákveðið
í reglunum, í sjötta kafla, sjöundu grein.
Það er voldugra en ástin. Það gelur skarað
kóngaljós heimsins. Það gerir mér fært að gera
55